Friðuð svæði
Árið 2004 voru skilgreind friðunarsvæði til verndar villtum laxastofnum sem bönnuðu laxeldi í sjó í Bakkaflóa, Þistilfirði, Öxarfirði, Skjálfanda, Skagafirði, Húnaflóa, Breiðafirði og Faxaflóa. (Heimild)
Samkvæmt því er lax- og silungseldi í opnum sjókvíum fyrst og fremst mögulegt á Vestfjörðum og Austfjörðum, þar sem fáar laxveiðiár er að finna og langt í verðmætar veiðiár.
Markmiðið er að draga úr hættu á að eldislax sem strýkur úr kvíum, gangi í laxveiðiár og blandist villtum laxastofnum erfðafræðilega, þar sem fjarlægðin á milli eldissvæðanna og viðkomandi laxveiðiáa er mjög löng. Í dag er laxeldi stundað í tíu fjörðum af þeim fjórtán sem ekki eru lokaðir til varnar villta laxastofninum (Skýrsla BCG, bls. 85)