Skýrslur
Veiðigjald, landsframleiðsla og tekjur hins opinbera: Hagræn greining
Greinargerð Hagrannsókna hf. um hagræn áhrif veiðigjalda og fyrirhugaða hækkun þeirra í drögum matvælaráðuneytisins að frumvarpi um sjávarútveg. Af hálfu Hagrannsókna hafa unnið að þessu verkefni dr. Ragnar Árnason prófessor emeritus og dr. Birgir Þór Runólfsson dósent.
Skýrslan var fyrst kynnt á opnum fundi SFS undir yfirskriftinni Veiðigjaldið, skattur í nútíð, skerðing í framtíð.
Umhverfisskýrsla SFS 2024
Ný umhverfisskýrsla SFS kom út 15. apríl 2024. Íslenskur sjávarútvegur hefur dregið úr olíunotkun á hafi um tæp 40% frá árinu 1990. Samdrátturinn væri nær 50% ef ekki hefði komið til verulegrar skerðingar á raforku til fiskimjölsverksmiðja á liðnum tveimur árum. Nær allar fiskimjölsverksmiðjur eru rafvæddar og þær fáu sem eftir standa sæta færis. Fiskiskipaflotinn er jafnframt langt kominn með að skipta út kælimiðlum fyrir aðra sem ekki menga. Þá hafa fyrirtæki í sjávarútvegi fjárfest svo um munar í nýrri og umhverfisvænni tækni á öllum sviðum starfsemi sinnar, sem flýtir frekari árangri í loftslagsmálum.
Menon: Taxation of aquaculture in Iceland - follow up report - 2024
Framhald af fyrri skýrslu sama efnis sem unnin var af Menon Economics og er aðgengileg hér að neðan. Markmið skýrslunnar er að varpa ljósi á nýlega kynntar breytingar á skatta- og gjaldaumhverfi fiskeldis á Íslandi.
Menon: Taxation of aquaculture in Iceland - 2024
Samanburðarrannsókn á áhrifum skattakerfa á Íslandi, Noregi og Færeyjum. Markmið skýrslunnar er að dýpka skilning á nýlega kynntum breytingum á skatta- og gjaldaumhverfi fiskeldis á Íslandi, bæði hvað varðar tekjur, aukið virði og alþjóðlega samkeppni.
Loftslagsvegvísir sjávarútvegs og fiskeldis - 2023
SFS birtir loftslagsvegvísi fyrir sjávarútveg og fiskeldi (2023). Vegvísirinn kveður á ótvíræðan árangur í samdrætti losunar á gróðurhúsalofttegundum ásamt fjölmörgum tillögum til úrbóta. Vegvísirinn var fyrst gefinn út árið 2021.
Sjá loftslagsvegvísi sjávarútvegs hér
Sjá loftslagsvegvísi fiskeldis hér.
DNV: Decarbonization study for the fishing fleet in Iceland - 2023
SFS fékk norska ráðgjafafyrirtækið DNV til að greina hvernig markmiðum í samdrætti olíunotkunar verði náð hjá fiskiskipum á Íslandi fyrir árið 2030.
Loftslagsvegvísir atvinnulífsins - 2021
Íslenskt atvinnulíf hefur tekið höndum saman og birtir nú í fyrsta sinn Loftslagsvegvísi atvinnulífsins.
Sjá skýrsluna hér.
DNV: Pathways for decarbonization of the Icelandic maritime sector - 2021
Orkuskipti á hafi unnin fyrir Samorku, Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og Faxaflóahafnir.
Næsta bylting í sjávarútvegi - 2017
Tækniframfarir og sjálfvirkni í sjávarútvegi – áskoranir og tækifæri
Sjá skýrsluna hér.
Nýting auðlindar og umhverfisspor - 2017
Umhverfisskýrsla SFS 2017
Sjá skýrsluna hér.
Endurskoðun á fiskveiðistjórnun í Færeyjum -2016
Samanburður við Ísland
Sjá skýrsluna hér.