Nýsköpun
Nýsköpun, frumkvöðlar, sprotar.
Allt eru þetta orð sem tengjast nútíma fyrirtækjarekstri og í raun má segja að samkeppnisstaða og afkoma margra fyrirtækja byggist á því að sinna þessum þáttum. Þetta á einnig við í sjávarútvegi. Þar hefur framvindan orðið sú að á undanförnum árum hefur samvinna hátæknifyrirtækja, iðnfyrirtækja og sjávarútvegs leitt af sér margar snjallar lausnir. Lausnir sem nú eru fluttar til fjölmargra landa fyrir milljarða króna á hverju ári.
Ný og sparneytnari skip hafa komið til landsins, sem hönnuð hafa verið af Íslendingum. Í þessum skipum eru tæki og tól sem einnig eru hönnuð og smíðuð á Íslandi. Í landi hafa verið reist hús sem eru með tæknivæddustu vinnslum í heimi. Þar er einnig að finna fjölmargar lausnir sem hannaðar eru og smíðaðar eru á Íslandi. Í raun er það svo að vegna fjárfestinga íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja hefur orðið til mjög öflugur og skapandi iðnaður, oft hátæknivæddur, og sér ekki fyrir endann á þeirri þróun.
Félag Uppsjávariðnaðarins
Var stofnað með þeim tilgangi að búa til samstarfs- og umræðuvettvang þar sem sameiginlegum hagsmunamálum varðandi nýsköpun, rannsóknir, fræðslu- og kynningarstarf yrði komið fyrir.
Félagið fór í stefnumótunarvinnu þar sem helstu meginhlutverk, markmið, áherslur og framtíðarsýn voru skilgreind. Niðurstaðan átti að framsetjast sem eigin rannsókna- og þróunaráherslur, með skilgreindum verkefnahugmyndum. Tilgangurinn var sá að greinin sýni meira frumkvæði þegar kemur að rannsóknum og þróun. Meðal annars til að koma í veg fyrir ýmsar tvítekningar, ásamt því að leggja ákveðnari línur fyrir þá ýmsu aðila sem áhuga hafa og telja sig hafa innslag í þá átt sem stefnt er.
Afrakstur vinnunnar liggur fyrir í formi verkefnaskrár sem er öllum opin og þeir sem hafa áhuga að vinna með fyrirtækjum í félaginu geta leitað í skrána og séð í hvaða átt þau vilja stefna. Við í félagi uppsjávarútgerða lítum svo á að næsta skref sé fólgið í samræðu og framsetningu verkefna á þann máta að nýta megi þau til framsóknar í greininni.
Verkefnaskránni er skipt upp í meginmarkmið, starfsmarkmið og verkefni. Verkefnum var raðað upp eftir einkunnagjöf og hverju verkefni fylgir hugarflugsplagg. Ekki er ætlunin að meitla hlutina í stein, heldur blása til leiks með skránna að leiðarljósi.
Frekari upplýsingar gefur
Aníta Elíasdóttir
email: anita@eyjar.is
Sími: 488-0114; GSM: 869-2063
Nýsköpun
Þá er einnig gaman að geta þess að fyrirtæki sem selja sjávarútveginum tæki og lausnir hafa sex sinnum á undanförnum tíu árum fengið Nýsköpunarverðlaun Íslands. En tilgangur verðlaunanna „...er að vekja athygli á þeim mikilvægu tengslum sem eru á milli aukinnar verðmætasköpunar í atvinnulífinu og rannsókna og þekkingaröflunar.“ Öflugur sjávarútvegur sem er í færum að fjárfesta í nýjustu tækni hefur því haft góð áhrif á tilvist margra fyrirtækja.
Það er óhætt að segja að búnaður og kostur um borð hafi batnað í gegnum árin. Börkur er öflugt skip og hlaðið besta búnaði. Nýi Börkur er smíðaður hjá Karstensens-skipasmíðastöðinni í Skagen í Danmörku og kostar um 5,7 milljarða króna. Skipið er 4.139 brúttótonn, ætlað til flotvörpu- og hringnótaveiða, 89 metrar að lengd og breiddin er 16,6 metrar. Skipið er systurskip Vilhelms Þorsteinssonar EA, skips Samherja, sem kom til landsins í byrjun apríl.