9. september 2024

Veiðigjald – skattur í nútíð, skerðing í framtíð

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) buðu til opins fundar mánudaginn 9. september á Hilton Reykjavík Nordica þar sem veiðigjald í sjávarútvegi var til umræðu. Yfirskrift fundarins var Veiðigjald – skattur í nútíð, skerðing í framtíð. 

Upptöku af fundinum má nálgast hér að ofan.

Ólafur Marteinsson, formaður SFS, opnaði fundinn með ávarpi. Ragnar Árnason, prófessor emeritus við Háskóla Íslands og Birgir Þór Runólfsson, deildarforseti hagfræðideildar Háskóla Íslands, kynntu nýútkomna skýrslu; Veiðigjald, landsframleiðsla og tekjur hins opinbera: Hagræn greining. Sjá skýrsluna.

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, stýrði fundi og pallborðsumræðum.

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sátu í pallborði og ræddu veiðigjald og sjávarútveg.