Þéttleiki í kvíum
Samkvæmt reglugerð má hámarksfjöldi seiða í hverri sjókví ekki vera meiri en 200.000. Hámarksþéttleiki lagardýra í eldi er háður vatnsgæðum, eldistækni, fóðrunartækni, lífeðlisfræðilegum þörfum eldisdýra, tegund, þroskastigi og stærð. Þó er miðað við að þéttleiki í áframeldi og eldi klakfiska í lax- og regnbogasilungseldi fari ekki yfir 25 kg/m³. Þrátt fyrir það má taka fram að hámarksþéttleika er aðeins náð á litlum hluta eldisferilsins og að alla jafna er þéttleiki nær 15 kg/m3. Það jafngildir því að hlutfall eldisfisks í sjókví sé um 1,5% á móti 98,5% sjó.
Á myndinni má sjá hefðbundna sjókví frá fyrirtækinu Scale AQ.