15. október 2024

Upptaka af Sjávarútvegsdeginum 2024

Hinn árlegi Sjávarútvegsdagur Deloitte, Samtaka atvinnulífsins og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi var haldinn í morgun undir yfirskriftinni Hvað næst? Fólk úr öllum greinum sjávarútvegs og fiskeldis gerði tilraun til að sjá fyrir sér næstu tíu ár og áhugaverð erindi voru flutt um stöðu og framtíðarhorfur í fiskeldi, útgerð og vinnslu. Fundurinn fór fram í Norðurljósasal Hörpu og var vel sóttur en gestir voru um 200.

Dagskrá:

Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrarbæjar

Setning og fundarstjórn.

Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra

Opnunarávarp

Jónas Gestur Jónasson, meðeigandi Deloitte og löggiltur endurskoðandi

Afkoma sjávarútvegsfyrirtækja og fiskeldis árið 2023. (Glærur á PDF)

Baldvin Þorsteinsson, stjórnarformaður Samherja

Allar hendur á dekk. Sjávarútvegur: Hér-Þar-Þá. (Glærur á PDF)

Gauti Geirsson, framkvæmdastjóri Háafells

Á sjókvíaeldi sér framtíð á Íslandi? Sýn Háafells á þróun greinarinnar. (Glærur á PDF)