3. febrúar 2025
Nokkrar staðreyndir um strandveidar
Strandveiðum var komið á árið 2009 og þær hafa aukist verulega frá þeim tíma. Ljóst er að upphafleg markmið stjórnvalda með strandveiðum um nýliðun og aukna byggðafestu hafa ekki náðst. Strandveiðar eru fyrst og síðast búbót fyrir aðila sem fyrir eru í kerfinu eða þá sem hafa selt sig út úr öðrum kerfum fyrir verulegar fjárhæðir. Meðalaldur strandveiðisjómanna er 59 ár. Þessar staðreyndir renna sannanlega ekki stoðum undir sjónarmið um nýliðun. Þá hafa verulegar aflaheimildir verið teknar í gegnum tíðina af fyrirtækjum sem skapa örugg og vel launuð heilsársstörf fyrir sjómenn og landverkafólk um allt land. Þar sem strandveiðar eru umfangsmestar, á Vestfjörðum og Vesturlandi, er um helmingur strandveiðisjómanna búsettur á höfuðborgarsvæðinu. Störf hafa þannig verið tekin frá landsbyggð og færð til höfuðborgarinnar, þvert á upphafleg markmið.
Þetta og meira til má lesa úr meðfylgjandi greiningu sem Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa gert og byggist á opinberum gögnum. Brýnt þykir að benda á stöðu strandveiða nú þegar stjórnvöld hyggjast enn bæta í kerfið; kerfi sem núverandi fjármálaráðherra kallar efnahagslega sóun. Greiningin styður þá niðurstöðu.
Staðreyndir um strandveiðar (PDF)
.