5. apríl 2024

Íslenskur sjávarútvegur í fararbroddi

SFS bjóða til opins fundar mánudaginn 15. apríl kl. 12:00-13:15 á Grand Hótel í Reykjavík um umhverfismál í íslenskum sjávarútvegi. 

Þar verður umhverfisskýrsla SFS, Íslenskur sjávarútvegur í fararbroddi, kynnt og boðið verður upp á fróðleg erindi.

Fundurinn er öllum opinn. Léttur hádegisverður í boði.

Dagskrá:

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, flytur opnunarerindi.

Hildur Hauksdóttir, sérfræðingur í umhverfismálum hjá SFS, fer yfir helstu atriði Umhverfisskýrslu SFS, Íslenskur sjávarútvegur í fararbroddi.

Arnstein Eknes frá norska ráðgjafafyrirtækinu DNV fjallar því næst um orkumál í sjávarútvegi. Arnstein Eknes hefur lengi verið viðriðinn skipatækni og hönnun og er hann eftirsóttur fyrirlesari og ráðgjafi. (Fyrirlestur fer fram á ensku)

Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar, fjallar um áskoranir í orku- og umhverfismálum í starfseminni í gegnum árin ásamt því að gera grein fyrir stöðunni við framleiðslu fiskimjöls í dag þar sem öfug orkuskipti blasa við.

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, lokar fundinum.