Von­ar­stjörn­ur í auk­inni hag­sæld þjóð­ar

Á dög­un­um skrifaði fjár­málaráðherra, Bjarni Bene­dikts­son, stutta hug­leiðingu í Frétta­blaðið um ástand efna­hags­mála. Seg­ir að vel hafi gengið á und­an­förn­um árum, en breyt­ing­ar séu fram und­an og að aðlög­un „...að breytt­um horf­um í hag­kerf­inu verður ekki með öllu sárs­auka­laus. Við þurf­um að skapa ný störf, sækja fram og halda verðmæta­sköp­un í land­inu áfram. Til þess þarf frum­kvæði, bjart­sýni og kraft. Það þarf rétt­ar áhersl­ur.“ Und­ir þetta má taka, það þarf að halda áfram að búa til verðmæti, þjóðinni til hags­bóta. Nefna má að til þess að viðhalda 3% hag­vexti næstu 20 ár, þurfa tekj­ur af út­flutn­ingi frá Íslandi að aukast um 1.000 millj­arða króna, eða um 50 millj­arða á ári, sem ger­ir um 1 millj­arð króna í hverri ein­ustu viku.

Sam­drátt­ur í ferðaþjón­ustu og loðnu­brest­ur eru nefnd­ir sem dæmi um að hag­ur versn­andi fari. Það er litl­um vafa und­ir­orpið að stór hluti skýr­ing­ar­inn­ar ligg­ur þarna, sér­stak­lega í sam­drætti í ferðaþjón­ustu. Þegar hefðbundn­ir tekju­póst­ar drag­ast sam­an er hins veg­ar nauðsyn­legt að „...sækja fram og halda verðmæta­sköp­un í land­inu áfram...“, eins og fjár­málaráðherra bend­ir rétti­lega á. Þegar horft er yfir sviðið og gaum­gæft hvar mögu­leik­arn­ir gætu legið er tvennt sem hægt er að koma auga á í fljótu bragði.

Tug­millj­arða tekj­ur tæknifyr­ir­tækja
Hið fyrra er stór­auk­inn út­flutn­ing­ur á ís­lensku hug- og hand­verki tæknifyr­ir­tækja sem tengj­ast sjáv­ar­út­vegi. Sam­kvæmt grein­ingu Sjáv­ar­klas­ans var velta þess­ara fyr­ir­tækja um 42 millj­arðar króna í fyrra. Þá er aðeins sú velta tek­in með í reikn­ing­inn sem teng­ist sjáv­ar­út­vegi og fisk­eldi. Velta annarra fyr­ir­tækja í þess­um geira var um 40 millj­arðar króna. Hér ber að hafa í huga að vöxt­ur tæknifyr­ir­tækja sem veita sjáv­ar­út­vegi á Íslandi þjón­ustu, hef­ur byggst upp vegna þess að sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­in hafa getað fjár­fest og þróað lausn­ir í sam­starfi við tæknifyr­ir­tæk­in. Þetta sam­spil er svo að skila sér í tug­millj­arða tekj­um í þjóðarbúið. Und­an­far­in miss­eri hafa svo fisk­eld­is­fyr­ir­tæk­in bæst við og fjár­fest í nýj­um búnaði.

Með þetta í huga er ljóst að skyn­sam­leg nýt­ing auðlinda í sjón­um kring­um Ísland leik­ur hér stórt hlut­verk. Hag­sæld þess­ar­ar þjóðar ligg­ur því í raun í haf­inu. Þótt nýt­ing lif­andi nátt­úru­auðlinda geti verið hvik­ul og óáreiðan­leg, eins og ný­legt dæmi um loðnu­brest sýn­ir, hef­ur tek­ist að viðhalda auðlind­inni og há­marka afrakst­ur af henni. Og út­flutn­ings­tekj­ur af sjáv­ar­út­vegi hafa hald­ist stöðugar.

Tug­millj­arða tekj­ur af fisk­eldi
Hið síðara er fisk­eldi. Þar eru góðir hlut­ir að ger­ast. Útflutn­ing­ur á afurðum frá fisk­eldi á fyrstu fjór­um mánuðum þessa árs nema um 8,6 millj­örðum króna. Miðað við fyrstu fjóra mánuði árs­ins í fyrra er þetta aukn­ing um 71%. Sem hlut­fall af heild­ar út­flutn­ings­verðmæti sjáv­ar­af­urða frá Íslandi eru þetta ríf­lega 10% og hlut­fallið hef­ur aldrei mælst hærra. Fari svo fram sem horf­ir mun verðmæti út­fluttra afurða frá fisk­eldi nema um 25 millj­örðum króna í ár. Það eru góð tíðindi þegar frétt­ir ber­ast af kóln­un hag­kerf­is­ins.

Styrkj­um stoðirn­ar
Það þarf „...frum­kvæði, bjart­sýni og kraft...“, til þess að standa í rekstri fyr­ir­tækja, einkum fyr­ir­tækja sem eru að ná fót­festu hér á landi. Fisk­eld­is­fyr­ir­tæk­in eru í þeirri veg­ferð um þess­ar mund­ir og það má vænt­an­lega taka und­ir með fjár­málaráðherra að það er ekki annað hrun í vænd­um. En nú­ver­andi ástand fær­ir okk­ur heim sann­inn um það að nauðsyn­legt er að fjölga stoðunum und­ir ís­lensk­an út­flutn­ing, því þannig forðumst við best kollsteyp­ur. Tak­ist það verður þjóðarbúið miklu bet­ur í stakk búið til þess að mæta sam­drætti á einu sviði, eða jafn­vel tveim­ur.

Upp úr auðlindaskotgröfum

Opinn fundur um gagnsæi í sjávarútvegi

Sjá fleiri Greinar 3px