Vist­vænn kælimið­ill

Eitt af því sem fram kemur í samfélagsstefnu sjávarútvegs og lesa má um á heimasíðu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, er að mæla beri og meta losun á gróðurhúsalofttegundum, „...og nýta tækifæri til að takmarka og draga úr umhverfisáhrifum í samræmi við tækniþróun.“ Það tækifæri var nýtt við endurnýjun á kælikerfi um borð í Hoffelli SU 80, sem er uppsjávarveiðiskip í eigu Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði, smíðað í Póllandi árið 1999. Skipið er nýkomið til landsins frá Færeyjum þar sem skipt var um kælikerfi og svo kölluðum HFC miðlum var skipt út fyrir ammoníak. Frá ammoníaki er engin útblástur á gróðurhúsalofttegundum.

 

Áætlað er að notkun á kælimiðlum sem hafa neikvæð áhrif á umhverfið séu um 20% af heildarútblæstri í sjávarútvegi. Því er til mikils að vinna með því að skipta þeim út fyrir aðra umhverfisvænni og þessi breyting í Hoffellinu er því sérlega ánægjulegt skref. Hoffellið er nú komið á miðinn og þá mun fást reynsla á nýja kælikerfið, sem á bæði að geta kælt hraðar og betur en það sem fyrir var.

Upp úr auðlindaskotgröfum

Opinn fundur um gagnsæi í sjávarútvegi

Sjá fleiri Greinar 3px