Upp­boðs­leið­in

Hvað segja Vestfirðingar um hugmyndir um uppboðsleið? Fulltrúar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi ræddu við nýliða í sjávarútvegi á Vestfjörðum, sveitarstjórnarfólk, stjórnendur sjávarútvegsfyrirtækja og fleiri á ferð sinni um landið fyrir skemmstu.

Meðal þess sem kom fram var að nýliðar, sem hafa verið hægt að kaupa sig inn í greinina, óttast að verði aflaheimildirnar boðnar upp, verði illmögulegt að greiða af lánum og halda starfsfólki. Staðan skapi svo óvissu fyrir bæjarfélagið allt. Einnig sá fólk fyrir sér að uppboð myndu reynast minni sjávarútvegsfyrirtækjum afar erfið og leiða til samþjöppunar.

Sveitarstjórnarfólk segir að í bæum þar sem allt snúist um sjávarútveg með beinum eða óbeinum hætti verði að ríkja lágmarks stöðugleiki og framtíðarsýn.

Verði uppboðsleið farin verði erfiðara að hámarka verðmæti vörunnar út á markaðnum. Leiðin sé þannig andstæð þeirri hugsun sem ríkt hefur innan sjávarútvegsins um að hámarka virði auðlindarinnar.

Upp úr auðlindaskotgröfum

Opinn fundur um gagnsæi í sjávarútvegi

Sjá fleiri Greinar 3px