Stofn­yf­ir­lýs­ing

Á síðustu áratugum hefur greinin því breyst mikið. Gæði vörunnar aukast jafnt og þétt og allir hlekkir virðiskeðjunnar, frá veiðum til neytanda, styrkjast og eflast.

Þess vegna skilar sami sjávarafli þjóðarbúinu nú umtalsvert meiri verðmætum en áður.

Sjávarútvegur er fjölbreytt, sjálfbær og alþjóðleg atvinnugrein sem treystir á þekkingu og reynslu frá öllum greinum atvinnulífsins.

Stöðug þróun byggir á samstarfi fjölmargra ólíkra fyrirtækja sem vinna í sameiningu að því að efla sjávarútveginn.

Sjávarútvegurinn þarf því nýja og breiðari umgjörð sem styrkir okkur í starfi og eflir greinina í heild.

Sjávarútvegur er öflug þekkingargrein þar sem eftirspurn er eftir fólki með fjölbreytta reynslu, menntun og bakgrunn. Það er forsenda þess að sjávarútvegur megi áfram þróast og eflast, að Íslendingar þekki þessa fjölþættu atvinnugrein og geri sér grein fyrir þeim tækifærum sem sjávarútvegurinn býður upp á.

Með ábyrgð í umhverfismálum sköpum við verðmætari vöru og mætum alþjóðlegum kröfum neytenda. Ábyrg nýting auðlinda tryggir að hafið við Ísland verði áfram grundvöllur hagsældar landsmanna.

Framþróun sjávarútvegsins byggir á öflugum fyrirtækjum, stórum og smáum, sem geta keppt í harðri samkeppni á erlendum mörkuðum. Framsækinn og arðsamur sjávarútvegur er nú sem fyrr lykillinn að bættum lífskjörum á Íslandi.

Dagskrá aðalfundar SFS_29.maí.pdf

Upp úr auðlindaskotgröfum

Opinn fundur um gagnsæi í sjávarútvegi

Sjá fleiri Greinar 3px