Sjáv­ar­út­veg­ur í sam­tím­an­um

Sjávarútvegur í samtímanum

Umræða um sjáv­ar­út­veg hef­ur verið all­nokk­ur und­an­farn­ar vik­ur og veld­ur mestu frum­varp um veiðigjald. Því miður snýst umræðan nær ein­göngu um einn af­markaðan þátt í ís­lensk­um sjáv­ar­út­vegi. Það er: hversu hátt á veiðigjaldið að vera? Ekki nóg með það, held­ur er þar oft­ar en ekki vísað til ör­fárra fyr­ir­tækja sem náð hafa best­um ár­angri, en hátt í þúsund aðilar greiða veiðigjald. Skoðana­skipti um nán­ast allt annað í ís­lensk­um sjáv­ar­út­vegi liggja óbætt hjá garði og er það miður. En um hvað á að ræða, kann ein­hver að spyrja; hér verða nokk­ur dæmi gef­in.

Fram­sæk­inn
Íslensk­ur sjáv­ar­út­veg­ur er ein­hver sá fram­sækn­asti í heimi. Kerfið sem við búum við, afla­marks­kerfið, er stærsta ein­staka ástæðan. Um­gang­ur um auðlind­ina er all­ur ann­ar en áður var og leit­ast er við að nýta fiski­stofna með sjálf­bær­um hætti svo ekki sé gengið á rétt kom­andi kyn­slóða til að nýta þá. Vinna við að rétta af stofna við Íslands­strend­ur hef­ur gengið vel og hún mun halda áfram. Fyr­ir rúm­um 40 árum lét þáver­andi sjáv­ar­út­vegs­ráðherra hafa það eft­ir sér að Íslend­ing­ar lifðu ekki á var­kárn­inni einni sam­an, þegar ástand þorsk­stofns­ins var kynnt fyr­ir hon­um í svo­kallaðri „Svartri skýrslu“. Veiðiráðgjöf sam­tím­ans bygg­ist á vís­inda­legri niður­stöðu og hef­ur gert und­an­far­in ár. Á því verður ekki breyt­ing og við mun­um lifa á var­kárn­inni einni sam­an í um­gengni okk­ar við nytja­stofna hafs­ins.

Ekki rík­is­styrkt­ur
Íslensk­ur sjáv­ar­út­veg­ur er ekki rík­is­styrkt­ur, eins og víða um heim þar sem mönn­um er bein­lín­is greitt fyr­ir að sækja sjó­inn. Á Íslandi er þessu þver­öfugt farið. Íslensk­ur sjáv­ar­út­veg­ur er skattlagður sér­stak­lega um­fram aðrar at­vinnu­grein­ar í land­inu með auðlinda­gjaldi, þótt fjöl­mörg önn­ur fyr­ir­tæki og geir­ar at­vinnu­lífs­ins nýti sér auðlind­ir lands­ins við verðmæta­sköp­un. Þetta má hafa í huga þegar kraf­ist er sí­fellt hærri gjalda af sjáv­ar­út­veg­in­um. Við auðlinda­gjaldið bæt­ast svo auðvitað öll önn­ur gjöld sem sjáv­ar­út­veg­in­um ber að standa skil á, eins og öðrum fyr­ir­tækj­um í land­inu.

Ein­stakt sam­spil
Íslensk­ur sjáv­ar­út­veg­ur og ís­lensk iðnfyr­ir­tæki hafa sam­eig­in­lega náð stór­kost­leg­um ár­angri á und­an­förn­um árum. Eng­um blöðum er um það að fletta að fjöl­mörg iðnfyr­ir­tæki á Íslandi, til dæm­is Mar­el í Reykja­vík, Valka í Kópa­vogi, Skag­inn3X á Akra­nesi og Vélfag í Ólafs­firði, hafa öll átt í nánu sam­starfi við sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki við þróun á sinni fram­leiðslu. Það sem meira er; ís­lensk sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki hafa leitað eft­ir lausn­um hjá þess­um fyr­ir­tækj­um og þegar lausn­in er fund­in er hægt að hefja út­flutn­ing, sem sí­fellt er að aukast. Sam­kvæmt út­tekt Deloitte námu tekj­ur tækni- og fram­leiðslu­fyr­ir­tækja, sem rekja má til sjáv­ar­út­vegs, tæp­um 50 millj­örðum króna á ár­inu 2016. Inn­an þess­ara fyr­ir­tækja hafa orðið til verðmæt störf fyr­ir vel menntað fólk. Þessi störf hefðu aldrei orðið til, ef ekki væri fyr­ir fram­sæk­in og öfl­ug fyr­ir­tæki í sjáv­ar­út­vegi.

Sérstaða í um­hverf­is­mál­um
Íslensk­ur sjáv­ar­út­veg­ur hef­ur al­gera sér­stöðu þegar litið er til ár­ang­urs við að draga úr ol­íu­notk­un. Ol­íu­notk­un á Íslandi hef­ur auk­ist frá ár­inu 1990 um 349 þúsund tonn, eða 57%. Á sama tíma hef­ur hún dreg­ist sam­an í sjáv­ar­út­vegi um 114 þúsund tonn, eða 46%. Sú þróun mun halda áfram á kom­andi árum, ef ekki verður þrengt að getu sjáv­ar­út­vegs­ins til þess að fjár­festa. Á þess­um vett­vangi er til mik­ils að vinna.

Varðveit­um stöðuna
Eins og sést af því sem hér hef­ur verið skrifað verðskuld­ar ís­lensk­ur sjáv­ar­út­veg­ur fjöl­breytt­ari umræðu en um veiðigjald ör­fárra út­gerða og meint­an of­ur­hagnað. Kraft­ur­inn í ís­lensk­um sjáv­ar­út­vegi er gríðarleg­ur og staða hans ein­stök á heimsvísu. Við höf­um lagt mikið á okk­ur til þess að ná henni. Við eig­um að vera stolt af henni og á stund­um mætti velta því fyr­ir sér hvernig við ætl­um að varðveita þessa dýr­mætu stöðu.

Heiðrún Lind Marteinsdóttir

Upp úr auðlindaskotgröfum

Opinn fundur um gagnsæi í sjávarútvegi

Sjá fleiri Greinar 3px