Sjáv­ar­út­vegs­dag­ur­inn

Sjávarútvegsdagurinn, í samstarfi Deloitte, Samtaka atvinnulífsins og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, verður að þessu sinni haldinn 3. nóvember 2016 og ber yfirskriftina Tækifæri á traustum grunni. Þar verða rædd mál sem varða sjávarútveginn svo sem áhrif gengisþróunar á afkomuhorfur útflutningsgreina og stöðu sjávarútvegs í alþjóðlegu samhengi. Auk þess verður farið yfir fjöldamargar nýjar upplýsingar úr gagnagrunni Deloitte fyrir árið 2015. Þá skoðum við uppbyggingu á Vopnafirði og samspil sjávarútvegs og framþróunar í tækni.

Fundurinn verður haldinn á Hilton Reykjavik Nordica kl. 8.30-10.00

Verð kr. 3.500 - morgunverður frá kl. 8.15.

Skráning á ráðstefnuna er á netfangingu skraning@deloitte.is 

Dagskrá:

-  Opnunarávarp - Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi

-  Sjávarútvegsgagnagrunnur Deloitte - árið 2015 - Jónas Gestur Jónasson, endurskoðandi og meðeigandi hjá Deloitte

-  Fiskur og útlönd - Lilja Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra

-  Stolt siglir fleyið mitt ... krónuna á - Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins

-  Íslenskur sjávarútvegur í alþjóðlegu samhengi - Ágúst Einarsson, prófessor við Háskólann á Bifröst

Sjávarútvegsdagurinn er haldinn af Deloitte ehf, Samtökum atvinnulífsins og Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi.

Upp úr auðlindaskotgröfum

Opinn fundur um gagnsæi í sjávarútvegi

Sjá fleiri Greinar 3px