Sjáv­ar­fang og krabba­mein

SFS og Krabbameinsfélag Ísland héldu sameiginlegan fund hinn 1. júní sl. um tengsl sjávarfangs og krabbameina. Hinn sama dag var gefin út skýrsla sama efnis. SFS og Krabbameinsfélagið hafa átt í góðu samstarfi frá árinu 2015. Það hófst í tengslum við Mottumars og síðan þá höfum við styrkt þann viðburð. Ávöxtur þess samstarfs hefur síðan orðið enn meiri en upphaflega var séð fyrir. Í desember sl. var farið í sameiginlegt átak í fræðslu til kvenna af erlendum uppruna um mikilvægi krabbameinsleitar. Voru þá gerð veggspjöld á nokkrum tungumálum með upplýsingum um málið, þannig að auka mætti vitund þessa stóra þjóðfélagshóps um tilhögun krabbameinsleitar og hvert skyldi leita.

Sú hugmynd varð síðan til fyrir nokkru að gefa út skýrslu um tengsl sjávarfangs og krabbameina. Í skýrslunni eru teknar saman helstu rannsóknir á tengslum sjávarafurða og tveggja algengustu tegundum krabbameina, sem hjá konum er brjóstakrabbamein og hjá körlum blöðruhálskrabbamein. Skýrslan er einstaklega læsileg og fróðleg. Helstu niðurstöður skýrslunnir er að fiskneysla, sérstaklega þegar borðað er mikið af feitum fiski, virðist veita vernd geng myndun bjóstakrabbameins. Eins virðast einstaklingar sem hafa greinst með krabbamein í blöðruhálskirtli eða bjóstum geta bætt lífshorfur sínar með því að borða feitan fisk samhliða hollu og fjölbreyttu matarræði. Skýrsluna má finna hér:

http://www.krabb.is/media/uncategorized/KRA_BKL_A4_fiskneysla_0517_LOW.pdf

Þar sem sumarið er skollið á og flestir Íslendingar að fara hamförum á grillinu, þá er rétt að vekja athygli á því að forðast ber að brenna matinn. Brenni yfirborð matarins spillir það bragðinu, auk þess sem brenndur matur getur aukið líkur á krabbameini. Því er mikilvægt að skera frá alla brennda hluta af kjöti áður en þess er neytt. Við erum víst ekki öll gæðakokkar, en ef einhverja reglu er hægt að læra, þá er hún líklega sú að sótsvartar kótilettur eru beinlínis heilsuspillandi.

Upp úr auðlindaskotgröfum

Opinn fundur um gagnsæi í sjávarútvegi

Sjá fleiri Greinar 3px