Sam­tal í sjáv­ar­út­vegi

Til þess að grafast fyrir um hvað gera má betur í sjávarútvegi og auka skilning á því sem þar er að gerast héldu Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi fjóra fundi um málefni sjávarútvegs þar sem þau voru rædd með uppbyggilegum hætti. Efni fundanna var; gagnsæi, umhverfismál, samfélagslegur ábati og nýsköpun.
Sjávarútvegur er grundvallarstoð efnahagslegrar hagsældar á Íslandi og mikilvæg undirstaða í menningu okkar. Skiljanlegt er að margir hafi skoðanir á svo mikilvægri atvinnugrein og verðmætri náttúruauðlind. Þótt ekki sé víst að nokkru sinni takist að sætta öll sjónarmið er mikilvægt að koma í veg fyrir að tortryggni og illindi verði ráðandi í sambandinu milli sjávarútvegs og þjóðarinnar. Við teljum að opið og hreinskiptið samtal um sjávarútveginn sé leiðin fram á við. Gjarnan yfir kaffibolla.

Hvernig getum við aukið gagnsæi í sjávarútvegi?

Frummælendur eru Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands og Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað.

Upptöku af fundinum má nálgast hér: https://youtu.be/m5kn_cG3G-I

 

Hvernig getur sjávarútvegur gert betur í umhverfismálum?

Frummælendur eru Andri Snær Magnason rithöfundur, Halldór Þorgeirsson formaður Loftslagsráðs, Gréta María Grétarsdóttir framkvæmdastjóri Krónunnar og Gunnar Tómasson framkvæmdastjóri Þorbjarnar hf. í Grindavík.

Upptöku af fundinum má nálgast hér: https://youtu.be/BeP7j7saK5g

 

Hvernig skilar sjávarútvegur mestum ábata til samfélagsins?

Frummælendur eru Svanfríður Jónasdóttir ráðgjafi og fyrrverandi þingmaður, Sveinn Agnarsson prófessor við viðskiptafræðideild HÍ, Pétur H. Pálsson framkvæmdastjóri Vísis hf., og Ásdís Kristjánsdóttir forstöðumaður efnahagssviðs SA.

Upptöku af fundinum má nálgast hér: https://youtu.be/0E2P8wGeNe8

 

Hvernig aukum við nýsköpun í sjávarútvegi?

Frummælendur eru Guðmundur Hafsteinsson sérfræðingur í nýsköpun og Berta Daníelsdóttir framkvæmdastjóri Sjávarklasans.

Upptöku af fundinum má nálgast hér: https://youtu.be/uz88UH1PehM

 

 

Upp úr auðlindaskotgröfum

Opinn fundur um gagnsæi í sjávarútvegi

Sjá fleiri Greinar 3px