Sam­fé­lags­skýrsla SVN

Síldarvinnslan í Neskaupstað hefur gefið út sína fyrstu samfélagsskýrslu. Útgáfa hennar er í samræmi við stefnu sjávarútvegsins um samfélagsábyrgð sem Síldarvinnslan undirritaði í haust ásamt fjölda annarra sjávarútvegsfélaga. Samfélagsskýrslum er ætlað að auka gagnsæi, bæta vinnubrögð og auka umhverfisvitund. Skýrsla Síldarvinnslunnar fjallar um ófjárhagslega þætti starfseminnar og þar er að finna uppgjör á umhverfis- og samfélagsmálum og stjórnarháttum. Skýrslan er skrifuð að fyrirmynd alþjóðlega staðalsins GRI Standards (e. Global reporting initiative standards og nær yfir árið 2019. Lesa má skýrsluna hér.

 

Við óskum Síldarvinnslunni til hamingju með sína fyrstu samfélagsskýrslu.

Upp úr auðlindaskotgröfum

Opinn fundur um gagnsæi í sjávarútvegi

Sjá fleiri Greinar 3px