Rann­sókn­ar­sjóð­ur síld­ar­út­vegs­ins

Sækja um styrk

Rannsóknasjóður síldarútvegsins skiptir styrkjum í tvo flokka:

 

a. Sigurjónsstyrkur – doktorsverkefni
 • Styrkurinn heitir Sigurjónsstyrkur eftir prófessor Sigurjóni Arasyni.
 • Styrkurinn er til rannsókna á líffræði síldar, veiðum, vinnslu og markaðssetningu afurða og annarra uppsjávarfiska.
 • Hámarksstyrkur er 5 milljónir króna á ári í þrjú ár.
 • Sjá Umsoknareydublad I. Rannsoknaverkefni.doc

 

b. Fræðslu- og kynningarefni í sjávarútvegi
 • Sjóðurinn styrkir námsefnisgerð í grunnskólum og fyrir sjávarútvegstengt nám á framhaldskólastigi.
 • Gerð er krafa um að fræðslu- og kynningarefni styrkt af sjóðnum verði öllum aðgengilegt á netinu án gjalds.
 • Hámarksstyrkur 3 milljónir króna.
 • Sjá Umsoknareyðublað II. Frædslu og kynningarverkefni.doc

 

Umsækjendum er bent á að kynna sér Leiðbeiningar fyrir umsækjendur sem sækja um styrk í Rannsóknarsjóð síldarútvegsins. Þar er m.a. að finna upplýsingar um mat á verkefnum, samning við Rannsóknasjóð síldarútvegsins og leiðbeiningar um skil á umsókn. Frekari upplýsingar gefur Valdimar Ingi Gunnarsson ( valdimar@sjavarutvegur.is).

 

Tekið hefur verið saman Fræðsluefni í sjávarútvegi þar sem er að finna allt fræðslu- og kynningarefni í sjávarútvegi fram til ársins 2013.

Verkefni styrkt af rannsóknarsjóð síldarútvegsins

Unnur Ægis, (Sealife).

 • Verkefnisstjóri: Guðrún Arndís Jónsdóttir
 • Samstarfsaðilar: Sævör, Samherji og Sjávarútvegsmiðstöð HA
 • Styrkupphæð: 3.000.000 kr.
 • Markmið verkefnis: Markmið verkefnisins; birting á einstöku myndefni sem tekið er neðansjávar og í vötnum landsins sem nýtist við rannsóknir, fræðslu fyrir sjávarútveg og almenning. Myndefnið flokkast í nokkra flokka; ljósmyndir og myndbönd af fiskum, ljósmyndir og myndbönd af sjávarbotni, ljósmyndir og myndbönd af botni vatna og því lífríki sem þar er.

 

Lífið í fjörunni. Fræðslurit fyrir skóla og almenning

 • Verkefnisstjóri: Jóhann Óli Hilmarsson
 • Samstarfsaðilar: Jóhann Óli Hilmarsson og Ólafur Einarsson
 • Styrkupphæð: 2.500.000 kr.
 • Markmið verkefnis: Markmiðið er að efla náttúrufræðslu, sérstaklega útikennslu í líffræði, með því að gera nemendum, kennurum og almenningi kleift að greina helstu fjörulífverur og algengustu gerðir lífræns rek. Fjallað verður um hvernig megi nýta ýmsar algengar fjörulífverur til matar. Jafnframt um fjörugerðir og hvernig leggja megi mat á hreinleika fjörunnar.

 

Stuðningsefni fyrir rafrænar kennslubækur

 • Verkefnisstjóri: Jóhannes Aðalbjörnsson
 • Samstarfsaðilar: Grunnskólinn á Suðureyri og Háskólinn á Akureyri
 • Styrkupphæð: 2.000.000 kr.
 • Markmið verkefnis: Útgáfa stuðningsefnis fyrir rafrænu kennslubækurnar Íslenskur sjávarútvegur á 21. öld (4 bækur). Skrifa glærur, verkefnabók, kennsluleiðbeiningar og afmarka efni hverrar kennslubókar innan kennsluskrár. Markhópur verkefnisins eru kennarar á mið og efra stigi grunnskóla. Markmiðið er að kennarar fái heildarlausn til kennslu á öllu ferlinu frá hráefni í hafinu til afurðar á disk neytenda.

 

„Miklu meira en fiskur – gríptu tækifærið“

 • Verkefnisstjóri: Karl Eskil Pálsson
 • Samstarfsaðilar: N4 og Tækniskólinn
 • Styrkupphæð: Styrkt af Félagi síldarútgerða um 3.000.000 kr.
 • Markmið verkefnis: Gerðir verða fjórir 30 mínútna sjónvarpsþættir um nám er hentar þeim er vilja starfa við alþjóðlega atvinnugrein, þar sem hátækni er alsráðandi. Áhersla verður lögð á að sýna fjölbreytni starfa, enda sjávarútvegur „miklu meira en fiskur“. Hvetja ungt fólk til þess að huga að námi er tengist sjávarútvegi og hátækni tengd henni.

 

Menntanet sjávarútvegsins

 • Verkefnisstjóri: Hrefna Karlsdóttir
 • Samstarfsaðilar: Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi í samstarfi við skóla
 • Styrkupphæð: Styrkt af Félagi síldarútgerða um 1.600.000 kr.
 • Markmið verkefnis: Koma á vefsíðu sem gefur yfirlit yfir aðgengilegt fræðslu- og kynningarefni og námsleiðir í sjávarútvegi. Útbúa gagnagrunn fyrir fræðslu- og kynningarefni í sjávarútvegi.

 

Sjávarútvegur á Íslandi

 • Verkefnisstjóri: Brynhildur Einarsdóttir
 • Afrakstur verkefnis:
  - Námsáætlun. Sjá hér.
  - Saga sjávarútvegsins á 246 glærum. Sjá hér.
  - Ritgerð um þróun í stjórn íslenskra fiskveiða frá árinu 1975 fram til ársins 1994. Sjá hér.
  - Viðtal við Heiðrúnu Lind Marteinsdóttir (myndbönd). Fyrri hluti. Seinni hluti.
  - Saga sjávarútvegsins I (myndband). Sjá hér.
  - Saga sjávarútvegsins II (myndband). Sjá hér.
  - Handriti með myndböndum. Sjá hér.

 

 

Síldarverkun

 • Verkefnisstjóri: Páll Gunnar Pálsson
 • Afrakstur verkefnis: Rafrænt eintak af bók um síldarverkun sem hægt er að sækja HÉR.

 

Íslenskur sjávarútvegur - auðlind úr hafinu á alþjóðamarkað

 • Verkefnisstjóri: Hörður Sævaldsson og Hreiðar Þór Valtýsson, Háskólinn á Akureyri
 • Afrakstur verkefnis: Heildstæð umfjöllun um íslenskan sjávarútveg með áherslu á 21. öldina. Markhópur verkefnisins er nemendur á framhaldsskólastigi.
 • sjá hér(1)hér (2)hér (3) og hér (4) 

 

Öryggi í fiskvinnslu –  „Öryggi er allra hagur“

 • Verkefnisstjóri: Hilda Jana Gísladóttir
 • Afrakstur verkefnis: Sex öryggismyndbönd fyrir starfsfólk í fiskvinnslu sem er hægt að sækja hér.

 

Mengun sjávar

 

“Fiskur á disk”. 360° Sýndarveruleikakennsluefni fyrir grunnskóla.

 

Gagnvirkt spjaldtölvuforrit um lífríki sjávar

 • Verkefnisstjóri: Brynhildur Bjarnadóttir
 • Afrakstur verkefnis: Netforrit sem nýtist við kennslu í náttúrufræði en einnig sem leikur fyrir alla sem hægt er að sækja hér.

Handbók um frystingu og þíðingu sjávarafurða

 • Verkefnisstjóri: Páll Gunnar Pálsson, Matís
 • Afrakstur verkefnis: Rafrænt eintak af handbókinni Frysting og þíðing sem er að finna með því að smella hér.

 

SjávarútvegsApp – Sjóarinn

 • Verkefnisstjóri: Eva Rún Michelsen, Íslenski sjávarklasinn
 • Afrakstur verkefnis: Sett hefur verið upp heimasíðan trillan.is þar sem má nálgast leikinn fyrir borðtölvur og nálgast ýmsan fróðleik um sjávarútveginn. Einnig er hægt að sækja appið Trillan í síma.

Myndbönd um störf í uppsjávariðnaði – Verðmætasköpun með hátækni búnaði

 • Verkefnisstjóri: Hörður Sævaldsson, Háskólinn á Akureyri
 • Afrakstur verkefnis: Níu sjónvarpsþættir um störf í uppsjávariðnaði sem kynna flest störf í ferlinu frá veiðum og vinnslu, auk starfa sem tengjast rekstri, stjórnun og markaðssetningu. Þættirnir hafa verið frumsýndir og eru aðgengilegir á Youtube og heimasíðu N4 sjónvarpsstöðvar.

 

Öryggi íslenskra sjávarafurða

 • Verkefnisstjóri: Margeir Gissurason, Matís
 • Afrakstur verkefnis: Öryggi íslenskra sjávarafurða – hagnýtt fræðsluefni um uppbyggingu HACCP- kerfis. Nánar hér.

 

Sjómannaskólinn

 • Verkefnisstjóri: Árni Gunnarsson, Skotta ehf.
 • Afrakstur verkefnis: Myndbandið sýnir veiðar og vinnslu fiskistofna á íslandsmiðum og má skoða með því að smella hér.

Inngangur að fisktækni

 • Verkefnisstjóri: Páll Gunnar Pálsson, Matís
 • Afrakstur verkefnisins: Rafrænt eintak af Inngangi að fisktækni sem er að finna með því að smella hér.

 

Lífríkið í sjónum við Ísland

 • Verkefnisstjóri: Erlendur Bogason, Sævör ehf.
 • Afrakstur verkefnis: 40 neðansjávarmyndbönd sem hægt er að sjá með því að smella hér.

 

Ferskfiskhandbókin

 • Verkefnisstjóri: Margeir Gissurarson, Matís
 • Afrakstur verkefnisins: Rafrænt eintak af Ferskfiskhandbók sem er að finna með því að smella hér.

 

Yfirlit yfir úthlutun styrkja úr Rannsóknarsjóði síldarútvegsins

Úthlutun 2018 Úthlutun 2017 Úthlutun 2016 Úthlutun 2015 Úthlutun 2014 Úthlutun 2013

Um sjóðinn

Markmið

Markmið Rannsóknarsjóðs síldarútvegsins er að efla vöruþróun og markaðsöflun á síldarafurðum. Jafnframt að efla nýsköpun, rannsóknir og fræðslu- og kynningarstarf í sjávarútvegi. Markmiðum sjóðsins skal fyrst og fremst náð með veitingu styrkja, í samræmi við úthlutunarreglur, sem settar eru með stoð í skipulagsskrá sjóðsins nr. 487 frá 9. maí 2008.

 

Stjórn sjóðsins

Aðalmenn:
Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, formaður
Aðalsteinn Ingólfsson
Garðar Svavarsson
Friðrik Már Guðmundsson

 

Varamenn:
Gunnar Tómasson
Gunnþór Ingvason
Páll Guðmundsson
Thelma Hrund Kristjánsdóttir

 

Starfsmaður sjóðsins

Valdimar Ingi Gunnarsson er starfsmaður sjóðsins. Hægt er að hafa samband við hann beint og fá frekari upplýsingar með því að senda honum tölvupóst á netfangið valdimar@sjavarutvegur.is eða hringja í hann í síma 695 2269.