Ráð­stefna: Sjáv­ar­út­veg­ur á Norð­ur­landi

Í kjölfar mikilla tæknibreytinga í sjávarútvegi síðustu árin verður blásið til ráðstefnu við Háskólann á Akureyri föstudaginn 15. apríl 2016 þar sem kastljósinu er beint að sjávarútvegi á Norðurlandi.

Markmiðið með ráðstefnunni er að veita innsýn í spennandi atvinnugrein þar sem mikil nýsköpun á sér stað.  Framþróun hefur verið mikil í sjávarútvegi síðustu árin þar sem sjálfvirkni hefur tekið yfir einhæf störf og þannig gjörbylt starfsumhverfi í greininni.

Á ráðstefnunni verður sérstök áhersla lögð á þær miklu tækniframfarir sem hafa átt sér stað og eru framundan með aukinni áherslu á útflutning ferskra afurða. Jafnframt verður sjónum beint að efnahagslegu mikilvægi sjávarútvegs og stoðgreina hans fyrir samfélögin á Norðurlandi.

Fjöldi tækninýjunga eins og vatnskurðavélar, sjálfvirkur pökkunarbúnaður og röntgentækni hefur aukið afköst og nákvæmni í botnfiskvinnslu. Jafnframt hefur sérhæfing sjávarútvegsfyrirtækja við veiðar og vinnslu aukist og mun líklega aukast enn frekar með nýjum ísfisk- og frystitogurum sem eru í smíðum. Tækninýjungar og sérhæfing fyrirtækja hefur þannig bætt afköst vinnslu og hraðað afurðaflæði, það ásamt áherslu á ferskar afurðir krefst tíðari ferða allt árið til að hægt sé að tryggja afhendingaröryggi vöru.

Skráning, dagskrá og nánari upplýsingar:

Sjá vefsíðu RHA

Verð:

Ráðstefnugjald: 3.000,- ISK // Hádegisverður, kaffi og léttar veitingar í lok ráðstefnu er innifalið í ráðstefnugjaldi

Samgöngur og gisting föstudaginn 15. Apríl 2016:

Lending flug RVK-AEY: 07:55/10:40 og Brottför flug AEY-RVK: 17:55/20:45
Mikilvægt að panta hótelherbergi sem allra fyrst – Gisting á Akureyri

 

Upp úr auðlindaskotgröfum

Opinn fundur um gagnsæi í sjávarútvegi

Sjá fleiri Greinar 3px