Örygg­is­hand­bók SFS — fisk­vinnsl­ur

Upplýsingar um verkefnið
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) leggja mikla áherslu á að aðildarfyrirtæki samtakanna sinni öryggis-, heilbrigðis- og vinnu­verndar­málefnum. Samtökin hafa það að leiðarljósi að fækka slysum og óhöppum í atvinnugreininni og hafa fyrirtækin tekið sífellt meiri þátt í þeirri vinnu.

 

Snemma árs 2017 var stofnaður öryggishópur innan SFS með það að markmiði að fækka slysum og óhöppum í fiskvinnslum. Í hópnum eru fulltrúar aðildarfyrirtækja SFS, auk fulltrúa SFS. Formaður hópsins er J. Snæfríður Einarsdóttir, forstöðumaður öryggismála hjá HB Granda. Ákveðið var að ráðast í gerð öryggishandbókar fyrir fiskvinnslur.

 

Leitað var til Verkís um ráðgjöf og vann Dóra Hjálmarsdóttir ráðgjafi Verkís með öryggishópnum að gerð bókarinnar og var bókin tilbúin í handriti í árslok 2017. Strax í upphafi vinnunnar var ákveðið að bókin yrði aðgengileg á vef samtakanna þar sem stjórnendur, öryggisstjórar eða öryggisfulltrúar hjá sjávarútvegsfyrirtækjum gætu nálgast hana.

 

Efni bókarinnar er byggt á almennu efni um öryggismál, ásamt áhættu­mati og upplýsingum frá fyrirtækjunum sjálfum. Leitað var til fjölmargra aðila um efni svo sem Samorku, Landsnets, Orkuveitu Reykjavíkur, RARIK, Umhverfis­stofnunar, Rauða kross Íslands og fleiri aðila.

 

Öryggishandbókin verður uppfærð árlega eins og þörf er á.

 

Verkefnið naut styrks frá Rannsóknarsjóði Síldarútvegsins.
Sækja handbókina

Leiðbeiningar um notkun handbókarinnar má nálgast hér.

Breytingar 2019 má nálgast hér.

 

PDF útgáfa af öryggishandbókinni:
Oryggishandbok.pdf
Word útgáfa af öryggishandbókinni:
Hægt er að sérsníða hana að þínu fyrirtæki.
Oryggishandbok.docx

 

Til að sækja einstaka kafla úr handbókinni:
Kafli 1 - Vinnuvernd
Oryggishandbok_kafli_1.docx
Kafli 2 - Öryggi og vinnuumhverfi
Oryggishandbok_kafli_2.docx
Kafli 3 - Heilbrigði
Oryggishandbok_kafli_3.docx
Kafli 4 - Vinnuslys
Oryggishandbok_kafli_4.docx
Kafli 5 - Áhættuþættir og verklag
Oryggishandbok_kafli_5.docx
Kafli 6 - Viðbrögð í neyð
Oryggishandbok_kafli_6.docx
Kafli 7 - Ýmsar upplýsingar
Oryggishandbok_kafli_7.docx

 

Fylgiskjöl
Áhættufylki pdf: Ahaettufylki.pdf
Áhættufylki word: Ahaettufylki.docx
Áhættmat sniðmát: Ahaettumat_snidmat.xlsx
Verklagsregla: Verklagsregla.pdf