Örygg­is­hand­bók SFS — fisk­vinnsl­ur

Upplýsingar um verkefnið
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) leggja mikla áherslu á að aðildarfyrirtæki samtakanna sinni öryggis-, heilbrigðis- og vinnu­verndar­málefnum. Samtökin hafa það að leiðarljósi að fækka slysum og óhöppum í atvinnugreininni og hafa fyrirtækin tekið sífellt meiri þátt í þeirri vinnu.

 

Snemma árs 2017 var stofnaður öryggishópur innan SFS með það að markmiði að fækka slysum og óhöppum í fiskvinnslum. Í hópnum eru fulltrúar aðildarfyrirtækja SFS, auk fulltrúa SFS. Formaður hópsins er J. Snæfríður Einarsdóttir, forstöðumaður öryggismála hjá HB Granda. Ákveðið var að ráðast í gerð öryggishandbókar fyrir fiskvinnslur.

 

Leitað var til Verkís um ráðgjöf og vann Dóra Hjálmarsdóttir ráðgjafi Verkís með öryggishópnum að gerð bókarinnar og var bókin tilbúin í handriti í árslok 2017. Strax í upphafi vinnunnar var ákveðið að bókin yrði aðgengileg á vef samtakanna þar sem stjórnendur, öryggisstjórar eða öryggisfulltrúar hjá sjávarútvegsfyrirtækjum gætu nálgast hana.

 

Efni bókarinnar er byggt á almennu efni um öryggismál, ásamt áhættu­mati og upplýsingum frá fyrirtækjunum sjálfum. Leitað var til fjölmargra aðila um efni svo sem Samorku, Landsnets, Orkuveitu Reykjavíkur, RARIK, Umhverfis­stofnunar, Rauða kross Íslands og fleiri aðila.

 

Öryggishandbókin verður uppfærð árlega eins og þörf er á.

 

Verkefnið naut styrks frá Rannsóknarsjóði Síldarútvegsins.
Sækja handbókina á íslensku

Leiðbeiningar um notkun handbókarinnar má nálgast hér.

Breytingar 2021 má nálgast hér.

 

PDF útgáfa af öryggishandbókinni:
Öryggishandbók_fiskvinnslur_Uppfærð_18.1.21

Word útgáfa af öryggishandbókinni:
Hægt er að sérsníða hana að þínu fyrirtæki.
Öryggishandbók_fiskvinnslur_Uppfærð_18.1.21

 

Til að sækja einstaka kafla úr handbókinni:
Kafli 1 - Vinnuvernd
Oryggishandbok_kafli_1.docx
Kafli 2 - Öryggi og vinnuumhverfi
Oryggishandbok_kafli_2.docx
Kafli 3 - Heilbrigði
Oryggishandbok_kafli_3.docx
Kafli 4 - Vinnuslys
Oryggishandbok_kafli_4.docx
Kafli 5 - Áhættuþættir og verklag
Oryggishandbok_kafli_5.docx
Kafli 6 - Viðbrögð í neyð
Oryggishandbok_kafli_6.docx
Kafli 7 - Ýmsar upplýsingar
Oryggishandbok_kafli_7.docx

 

Fylgiskjöl
Áhættufylki pdf: Ahaettufylki.pdf
Áhættufylki word: Ahaettufylki.docx
Áhættmat sniðmát: Ahaettumat_snidmat.xlsx
Verklagsregla: Verklagsregla.pdf

Sækja handbókina á pólsku

PDF útgáfa af öryggishandbókinni:
Öryggishandbók PDF

Word útgáfa af öryggishandbókinni:
Hægt er að sérsníða hana að þínu fyrirtæki.
Öryggishandbók WORD

 

Fylgiskjöl
Áhættufylki má sækja hér.
Áhættmat sniðmát má nálgast hér.