Opinn fund­ur um gagn­sæi í sjáv­ar­út­vegi

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) boða til opins fundar um gagnsæi í sjávarútvegi, miðvikudaginn 26. febrúar.

Frummælendur eru Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands og Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað. Þau munu reifa hugmyndir sínar um hvernig auka megi gagnsæi í sjávarútvegi. Að því loknu fara fram pallborðsumræður með þátttöku Heiðrúnar Lindar Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra SFS.

Fundurinn er haldinn í veitingahúsinu Messanum í húsi Sjóminjasafnsins á Granda og hefst kl. 9:00 og stendur til kl. 11:00. Húsið verður opnað kl. 8:30 og boðið er upp á morgunverð. Fundarstjóri verður Þórlindur Kjartansson, pistlahöfundur á Fréttablaðinu.

Fundurinn á miðvikudag markar upphaf fundaraðar SFS, Samtal um sjávarútveg, en markmiðið er að leiða saman fólk úr ólíkum áttum til þess að ræða málefni sjávarútvegsins á breiðum grunni. Til stendur að kynna niðurstöðuna af þessum samtölum á ársfundi samtakanna í byrjun maí.

„Íslenskur sjávarútvegur stendur frammi fyrir mörgum áskorunum og við viljum eiga opið samtal um hvernig best sé að takast á við þær. Samtal um sjávarútveg snýst um að ræða með uppbyggilegum hætti gagnsæi, umhverfismál, samfélagslegan ábata og nýsköpun og við viljum heyra sjónarmið sem flestra“, segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.

 

Sjá viðburð á facebook hér.

Streymi ætti að birtast hér að neðan. Ef það birtist ekki þá er það aðgengilegt hér.

Samtal um sjávarútveg, fundir:
26. febrúar – Hvernig getum við aukið gagnsæi í sjávarútvegi?

4. mars – Hvernig getur sjávarútvegur gert betur í umhverfismálum?

11. mars – Hvernig skilar sjávarútvegur mestum ábata til samfélagsins?

18. mars – Hvernig aukum við nýsköpun í sjávarútvegi?

Upp úr auðlindaskotgröfum

Sjávarútvegurinn og umhverfið

Sjá fleiri Greinar 3px