Kína í brenni­depli

Hvað er framundan í viðskiptum Íslands og Kína?

Á fundinum verður fjallað um efnahagsþróun í Kína og utanríkisviðskipti. Sérstaklega verður skoðuð þróun viðskipta milli Íslands og Kína og frekari tækifæri á því sviði. Þá verður þjónusta sendiráðsins við fyrirtæki kynnt, þar á meðal kynningarverkefnið Made in Iceland.
Fundurinn er haldinn kl. 14:00-15:30 

Útflutningur sjávarafurða til Kína

Á fundinum er ætlunin að gefa fyrirtækjum kost á að ræða og spyrja spurninga um hvað eina sem tengist viðskiptum með sjávarafurðir í Kína. Þetta geta bæði verið áskoranir tengdar reglum, fríverslun eða markaðnum almennt og hugmyndir að tækifærum til aukinna viðskipta.
Fundurinn er haldinn kl.15:45-17:15

----------------------------------------------------------------------------

Viðtöl við viðskiptafulltrúa Íslands í Peking

Pétur Yang Li, viðskiptafulltrúi sendiráðsins í Kína, verður til viðtals miðvikudaginn 29. apríl fyrir þá sem vilja leita markaðsráðgjafar á umdæmissvæðum sendiráðsins. Fundirnir með Pétri Yang Li verða haldnir á skrifstofu Íslandsstofu, Sundagörðum 2, 7. hæð.  

Auk Kína eru umdæmislönd sendiráðsins: Ástralía, Nýja-Sjáland, Suður-Kórea, Mongólía, Víetnam, Kambódía, Laos og Norður-Kórea.

Skráning á fundina og/eða í viðtal er hjá Íslandsstofu í síma 511 4000 eða með tölvupósti, islandsstofa@islandsstofa.is

Upp úr auðlindaskotgröfum

Opinn fundur um gagnsæi í sjávarútvegi

Sjá fleiri Greinar 3px