Jens Garð­ar kjör­in formað­ur

Jens tekur því við formennsku sameinaðra samtaka sem stofnuð voru formlega á sama fundi. Nýju samtökin hafa fengið nafnið Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi. Jens er fæddur og uppalinn á Eskifirði 1976, stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri og stundaði nám í viðskiptafræði í Háskóla Íslands 1997 - 2000. Hann hóf störf hjá Fiskimiðum ehf. á Eskifirði, sem sérhæfir sig í útflutningi á fiskimjöli og lýsi, árið 1999. Jens Garðar tók við starfi framkvæmdastjóra Fiskimiða árið 2001 og hefur því verið þar við störf í nær 14 ár. Jens Garðar er einnig formaður bæjarráðs í Fjarðabyggð.

Jens Garðar á þrjú börn, Heklu Björk, Vögg og Thor. Sambýliskona hans er Kristín Lilja Eyglóardóttir, læknir í Gautaborg.

Jens Garðar Helgason: „Íslenskur sjávarútvegur er nútímaleg, hátæknivædd atvinnugrein í harðri alþjóðlegri samkeppni. Það felast mikil tækifæri í því fyrir sjávarútveginn að sameina fyrirtæki sem starfa að veiðum, vinnslu, sölu- og markaðssetningu sjávarafurða í ein, öflug samtök. Við þurfum að horfa til framtíðar, greina sóknarfærin og vinna að eflingu og samkeppnisfærni sjávarútvegsins, þjóðinni allri til hagsbóta. Ég vil bjóða fram mína krafta í því starfi sem framundan er og þá reynslu sem ég hef af sjávarútvegsrekstri."

Stofnfundur Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi var haldinn á Hilton Nordica Reykjavík föstudaginn 31. október.

Upp úr auðlindaskotgröfum

Opinn fundur um gagnsæi í sjávarútvegi

Sjá fleiri Greinar 3px