Hnakka­þon 2019

Hnakkaþon er skemmtileg hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Háskólans í Reykjavík. Nemendurnir vinna í liðum og setja fram hugmynd eftir þriggja daga vinnu þar sem þeir fá leiðsögn frá sérfræðingum í atvinnulífinu.

Þátttaka krefst ekki sérstakrar kunnáttu, heldur einungis skapandi hugsunar og góðrar samvinnu. Keppendur þurfa að kynna sér ýmsa þætti eins og markaðsmál, hugbúnað, tækni og vörustjórnun til að sanna hæfni sína og hæfileika í að þróa og útfæra lausnir fyrir fyrirtæki í sjávarútvegi.

Í keppninni öðlast nemendur dýrmæta reynslu í að:

Leysa verkefni fyrir alvöru fyrirtæki
Þróa og setja fram hugmynd á tveimur dögum
Kynna hugmynd fyrir dómnefnd
Nýta athugasemdir sérfræðinga úr atvinnulífinu
Fá útrás fyrir sköpunargleðina

Það er til mikils að vinna því sigurliðið hlýtur að launum ferð til Boston á stærstu sjávarútvegssýningu Norður-Ameríku í boði Icelandair og sendiráðs Bandaríkjanna á Íslandi. Innifalið er flug, gisting og uppihald.

Hnakkaþonið er einstakt tækifæri til að kynnast betur einni stærstu atvinnugrein landsins en íslenskur sjávarútvegur er mikilvægur vettvangur nýsköpunar og tækninýjunga.

Skipulag:
Keppni hefst með setningarathöfn kl. 14:00 fimmtudaginn 24. janúar. Eftir athöfnina gefst þáttakendum kostur á að leita ráða hjá Helga Antoni Eiríkssyni forstjóra Icelandic Seafood. Þátttakendur kynna úrlausnir sínar fyrir dómnefnd, sem skipuð er einvala liði sérfræðinga, kl 14:00 laugardaginn 26. janúar. Að kynningum loknum fer fram verðlaunaafhending í Sólinni þar sem sigurliðið er kynnt. Þátttaka er endurgjaldslaus.

Skráning:
Allt að fimm þátttakendur geta verið saman í liði og er skilyrði að lið séu kynjablönduð. Eindregið er hvatt til þess að lið séu mynduð af nemendum úr fleiri en einni deild. Lið geta skráð sig til leiks til miðnættis 23. janúar með því að senda póst á atvinnulif@ru.is eða á margretth@ru.is.

Kynntu þér Hnakkaþon nánar hér: https://www.ru.is/atvinnulif/nemendur/hnakkathon/

Nánari upplýsingar veitir Margrét H. Þóroddsdóttir, verkefnastjóri atvinnulífstengsla, margretth@ru.is

Keppnin er samstarfsverkefni Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) og Háskólans í Reykjavík.

Sjávarútvegurinn og umhverfið

Fallandi framlegð – skert samkeppnishæfni

Sjá fleiri Greinar 3px