Helga Thors ráð­in mark­aðs­stjóri hjá SFS

Helga Thors hefur verið ráðin markaðsstjóri hjá SFS sem er nýtt starf og snýr að því að styrkja ímynd fyrir íslenskar sjávarafurðir á erlendum markaði. Helga hefur starfað síðustu þrjú ár sem markaðsstjóri Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúss.

Helga er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands, með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Hún stýrði viðburðadeild Sagafilm í tvö ár, starfaði í fimm ár sem markaðsstjóri á erlendum mörkuðum fyrir Kaupthing Bank, var viðskiptastjóri á auglýsingastofunum Auk / XYZ / ABX,  og hefur unnið fyrir Icelandair, Oz og Morgunblaðið. Helga er í sambúð með Birni Ólafssyni, framkvæmdastjóra Þríhnúka, og saman eiga þau tvær dætur.

Þá má nefna að Helga er mikil útivistarkona og hefur meðal annars gengið á hæsta fjall Afríku, Kilimanjaro, og á Aconcagua í Suður Ameríku. Helga stofnaði ævintýrafélagið Kríurnar, sem stendur reglulega fyrir fjallahjóla- og fjallaskíðaferðum innanlands sem utan. Önnur áhugamál eru skotveiði, köfun, yoga og fluguveiði.

Helga sat í stjórn Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í tvö ár, í stjórn Emblna önnur tvö og hefur átt sæti í markaðsnefndum útgerðafélags Árdísa.

Til gamans má svo nefna að, langafi hennar í föðurætt Kjartan Thors stýrði ásamt bræðrum sínum útgerðafélaginu Kveldúlfi og var formaður Félags íslenskra botnvörpuskipaeigenda og fyrsti formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna. Langafi hennar í móðurætt Jóhann Kr. Jóhannsson var sjómaður frá Hellissandi.


Helga Thors hefur verið ráðin markaðsstjóri hjá SFS sem er nýtt starf og snýr að því að styrkja ímynd fyrir íslenskar sjávarafurðir á erlendum markaði. Helga hefur starfað síðustu þrjú ár sem markaðsstjóri Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúss.

Opinn fundur um gagnsæi í sjávarútvegi

Sjávarútvegurinn og umhverfið

Sjá fleiri Greinar 3px