Sjáv­ar­út­veg­ur­inn í töl­um

Fjárfesting, umhverfismál og framleiðni

Fjárfesting, umhverfismál og framleiðni

 

Fjárfesting í sjávarútvegi nam 37 milljörðum króna á árinu 2017, sem er sú mesta sem verið hefur á þeim tíma sem liðinn er frá því lög um stjórn fiskveiða frá árinu 1990 tóku gildi. Þar af nam fjárfesting í fiskveiðum rúmlega 25 milljörðum króna en fiskvinnslu um 12 milljörðum.

 

 

Stærstan hluta fjárfestingar í fiskveiðum má rekja til nýsmíði skipa, enda ekki vanþörf á að endurnýja flotann sem er kominn til ára sinna. Meðalaldur togara var um 20 ár um síðustu aldamót en var kominn upp í 30 ár árið 2016. Fjárfestingar í nýjum skipum árin 2016 og 2017 hafa því lækkað meðalaldur togaraflotans um fimm ár.

 

 

Baráttan í umhverfismálum er án efa sú mikilvægasta sem háð er í dag. Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki hafa ekki látið þetta mikilvæga mál ósnortið. Olíunotkun í sjávarútvegi minnkaði um tæp 43% frá árinu 1990 til ársins 2016. Spáð er að olíunotkun dragist enn meira saman, eða um 19%, fram til ársins 2030. Hér skiptir fyrirkomulag á veiðum, fjárfesting í umhverfisvænni skipum og öðrum búnaði höfuðmáli.

 

 

Sjávarútvegsfyrirtæki nota um helmingi minna af olíu í dag en þau gerðu um síðustu aldarmót, en framleiða sama magn til útflutnings.

 

 

Fjárfesting leiðir til aukinnar framleiðni og stendur sjávarútvegur, ólíkt öðrum atvinnugreinum hér á landi, vel að vígi þegar kemur að samanburði við önnur lönd. Aðeins sjávarútvegur (málmframleiðsla undanskilin) skapar meiri verðmæti á hverja vinnustund á Íslandi en að jafnaði annars staðar á  Norðurlöndum, og þó víðar væri leitað.

 

 

Útflutningsverðmæti sjávarafurða

Er í vinnslu

Gengi krónunnar

Er í vinnslu

Mikilvægi sjávarútvegs eftir landshlutum

Er í vinnslu