Haf­ís og veð­ur­far á norð­ur­slóð­um — mál­stofa

Málstofa 12. maí kl. 15, um hafís og veðurfar á norðurslóðum á vegum Hafrannsóknastofnunar og Sendiráðs Noregs.

Undanfarna sex mánuði hefur Lance, rannsóknaskip Norsku heimsskautastofnunarinnar, rekið með hafísnum norður af Svalbarða. Um borð í skipinu eru um 70 vísindamenn við margvíslegar ís-, veðurfars-, og umhverfisrannsóknir í þeim tilgangi að skilja betur þróun hafís og lífríkis á norðurslóðum. Á reki með ísnum hafa vísindamennirnir „bloggað“ um störf sín við erfiðar aðstæður, atriði tengd örgyggismálum, samfundi við ísbirni og hvað eina annð sem fyrir augu hefur borið.

Í dag, þann 12. maí kl. 15:00-16:30, munu Harald Steen, forstöðumaður Norsku heimsskautastofnunarinnar, og Laura de Steur, hafeðlisfræðingur við stofnunina kynna þessar rannsóknir sem og aðrar tengdar í fyrirlestrasal, fyrstu hæð að Skúlagötu 4. Allt áhugafólk er velkomið.

Að fyrirlestrum loknum verða umræður og fyrirspurnir sem Héðinn Valdimarsson, haffræðingur á Hafrannsóknastofnun, mun stjórna. Á undan erindum norsku vísindamannanna munu Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar og Cecilie Landsverk, sendiherra Noregs á Íslandi, ávarpa fundinn.

Climate studies in the High Arctic. 

Upp úr auðlindaskotgröfum

Opinn fundur um gagnsæi í sjávarútvegi

Sjá fleiri Greinar 3px