Gjald­eyr­is­mál: Hvað er í vænd­um og hvernig má bregð­ast við?

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi bjóða félagsmönnum SFS upp á hádegisverðarfund í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35 í salnum Kviku á 1. hæð, næsta fimmtudag, 19. nóvember frá kl. 12 til 13 þar sem ætlunin er að skyggnast inn í framtíðina og fara yfir strauma og stefnur í gjaldeyrismálum.

Félagsmönnum SFS gefst því kostur á að hlýða á og spyrja sérfræðinga um málefnið yfir léttum hádegisverði.

Fyrirlesarar verða: 
Daníel Svavarsson, forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans - Gengi krónunnar
Stefnir Kristjánsson, sérfræðingur í gjaldeyrismiðlun Landsbankans - Erlendar myntir og gjaldeyrisvarnir
Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins - Efnahagshorfur

Allir félagsmenn samtakanna eru velkomnir en gott væri ef þið gætuð tilkynnt komu ykkar fyrir miðvikudag.

Kveðja,
Haukur Þór Hauksson, aðstoðarframkvæmdastjóri SFS og Karen Kjartansdóttir, upplýsingafulltrúi SFS

www.sfs.is

Upp úr auðlindaskotgröfum

Opinn fundur um gagnsæi í sjávarútvegi

Sjá fleiri Greinar 3px