Fram­tíð­ar hús­næði Tækni­skól­ans rísi í Hafnar­firði

Fulltrúar stjórnvalda, bæjaryfirvalda í Hafnarfirði og Tækniskólans undirrituðu í vikunni viljayfirlýsingu um byggingu framtíðarhúsnæðis fyrir skólann við Suðurhöfnina í Hafnarfirði. Lilja D. Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra, Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra, Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar og Egill Jónsson stjórnarformaður Tækniskólans skrifuðu undir yfirlýsinguna. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi eru einn eigenda skólans og sitja fulltrúar þess í stjórn Tækniskólans.

Undanfarin þrjú ár hefur verið unnið ötullega að verkefninu og undirritun viljayfirlýsingarinnar er mikilvægt skref í áframhaldandi vinnu. Þörf Tækniskólans fyrir nýtt húsnæði er mjög brýn, enda starfar hann nú í níu byggingum víða um höfuðborgarsvæðið. Með nýrri skólabyggingu er ætlunin að sameina starfsemina undir einu þaki, í nútímalegu húsnæði sem uppfyllir þarfir skólans og nemenda hans.

 

Upp úr auðlindaskotgröfum

Opinn fundur um gagnsæi í sjávarútvegi

Sjá fleiri Greinar 3px