Food and fun

Food and fun hátíðin er nú hafin og stendur yfir til 1.mars.

Kjarni hátíðarinnar er að gæðakokkar víðsvegar úr Evrópu og Bandaríkjunum koma til landsins og vinna í samstarfi við veitingastaði í Reykjavík. Þar fá kokkarnir það skemmtilega verkefni að búa til rétti unna einungis úr íslensku hráefni.

Hátíðin stendur yfir frá 25. febrúar til 1.Mars. En þá fer einmitt fram lokaumferð keppninnar Matreiðslumaður ársins.

Lokakeppnin í Matreiðslumaður ársins fram á sunnudaginn í Hörpu og verða úrslit kynnt með verðlaunaafhendingu klukkan 17 sama dag. Gestir og gangandi eru hvattir til að mæta og fylgjast með, en nóg verður um að vera fyrir sælkera í Hörpu þar sem matarmarkaður Búrsins verður m.a. í húsinu sömu helgi.

Forkeppni um titilinn Matreiðslumaður ársins 2015 fór fram veitingastaðnum Kolabrautinni í mánudaginn 22.febrúar. Tíu matreiðslumenn tóku þátt og þeir fjórir hlutskarpastir sem keppa til úrslita á sunnudaginn 1. mars í Hörpu eru:

Atli Erlendsson – Grillið Hótel Saga
Axel Clausen – Fiskmarkaðurinn
Kristófer Hamilton Lord – Lava Bláa Lónið
Steinn Óskar Sigurðsson – Vodafone

Þeir sem vilja kynna sér Food and Fun eru hvattir til að fara á heimasíðu hátíðarinnar www.foodandfun.is

Upp úr auðlindaskotgröfum

Opinn fundur um gagnsæi í sjávarútvegi

Sjá fleiri Greinar 3px