Far­sælt sam­band sjáv­ar­út­vegs og íslensks hug­vits – Auð­lind vex af auð­lind

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og Samtök iðnaðarins boða til fundar um samvinnu sjávarútvegs, tækni- og iðnfyrirtækja. Fundurinn verður á Hilton Reykjavík Nordica föstudaginn 11. júní og stendur frá klukkan 9:00 til 10:30. Morgunverður í boði hússins. Streymt verður frá fundinum: https://vimeo.com/560361688

 

Sjá facebook viðburð hér.

 

Erindi:
• Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Ferðamála-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra
• Sveinn Agnarsson, prófessor við viðskiptadeild Háskóla Íslands: Sjávarútvegur og nýsköpun – Gagnkvæmir hagsmunir.
• Lovísa Anna Finnbjörnsdóttir, sviðsstjóri fjármálaráðgjafar Deloitte: Hagræn áhrif afleiddrar þjónustu við sjávarútveg.
• Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs hjá Samtökum iðnaðarins: Stærð og umfang hugverkaiðnaðar og tengsl við sjávarútveg.
• Guðmundur Hafsteinsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Fractal 5: Fundarstjórn og hugleiðingar um hvernig varða megi leiðina að aukinni verðmætasköpun.

 

Upp úr auðlindaskotgröfum

Opinn fundur um gagnsæi í sjávarútvegi

Sjá fleiri Greinar 3px