Eini sjáv­ar­út­veg­ur OECD sem ekki er rík­is­styrkt­ur

Í máli Hallveigar Ólafsdóttur, hagfræðings hjá SFS, á sjávarútvegsdaginn 2015 kom meðal annars fram að hvert veitt tonn sem Norðmenn veiða kosti norska ríkissjóðinn 19.000 krónur meðan hvert veitt tonn af íslenskum skipum skili 3.700 krónum í ríkissjóð.

Það eru spennandi tímar í íslenskum sjávarútvegi en það kom glöggt fram á Sjávarútvegsdeginum sem fram fór í vikunni.  Yfirskrift dagsins var Hvað er að frétta? og ljóst að það er engin gúrkutíð í sjávarútvegi. Fjárfestingar í greininni aukast mikið milli ára í skipum, fasteignum og búnaði auk þess sem sjávarútvegsfyrirtæki vinna að fjölbreyttum nýsköpunarverkefnum út um allt land. Á ráðstefnunni kom fram að ný og gjöful humarmið fundust nýverið við Ísland og byltingarkennd tækni frá Marel var kynnt. Einnig var sagt frá framsækinni vöruþróun og markaðsstarfi, mikilvægi stöðugs og fyrirsjáanlegs rekstrarumhverfis, jákvæðum áhrifum vaxandi ferðaþjónustu og rætt um ábyrgð sjávarútvegsfyrirtækja.

Sjávarútvegur í fremstu röð

Forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, flutti ávarp í upphafi Sjávarútvegsdagsins og talaði um hversu framarlega íslenskur sjávarútvegur stendur í alþjóðlegu samhengi.

Jónas Gestur Jónasson, löggiltur endurskoðandi og meðeigandi Deloitte ehf. kynnti rekstrarniðurstöður greinarinnar fyrir árið 2014, Rósa Guðmundsdóttir, framleiðslustjóri sjávarútvegsfyrirtækisins G.Run í Grundarfirði ræddi um ábyrgð fyrirtækja, Hallveig Ólafsdóttir, hagfræðingur hjá SFS fjallaði um fasta og breytur í íslenskum sjávarútvegi, Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf. flutti erindi um nýja hugsun í sjávarútvegi og markaðstækifæri með nýrri tækni og þá dró Örvar Guðni Arnarson, fjármálastjóri Ísfélagsins upp framtíðarsýn fyrir fjárfestingar í sjávarútvegi.

Þá var rætt við þrjá stjórnendur í gegnum Skype, Þorstein Másson, einn eiganda Icelandic Fish Export í Bolungarvík, Guðmund H. Gunnarsson, framleiðslustjóra Skinneyjar-Þinganes á Hornafirði og Sigurð Viggósson, framkvæmdastjóra Odda hf. á Patreksfirði.

Íslenskur sjávarútvegur skilar til samfélagsins

Íslenskur fiskur er uppistaðan í 20 milljónum máltíða á degi hverjum í þeim rúmlega 80 löndum sem kaupa íslenskt sjávarfang. Á síðasta ári nam útflutningur sjávarafurða 654 þúsundum tonna og verðmæti þeirra var 244 milljarðar króna. Sjávarafurðir voru 41% af heildarútflutningsverðmætum þjóðarinnar og beint framlag sjávarútvegsins til landsframleiðslu var 12% árið 2014.

Ísland hefur mikla sérstöðu í samanburði við stærstu fiskveiðiþjóðir heims þar sem sjávarútvegur er ríkisstyrktur. Í máli Hallveigar Ólafsdóttur, hagfræðings hjá SFS, kom fram að hvert veitt tonn sem Norðmenn veiða kosti norska ríkissjóðinn 19.000 krónur meðan hvert veitt tonn af íslenskum skipum skili 3.700 krónum í ríkissjóð. Fjárfesting útgerðarinnar skilar einnig meiri arði hér þar sem hvert íslenskt fiskiskip kemur með rúmlega tvöfalt meiri afla að landi en norsk og um helmingi færri skipverjar standa að baki hverju veiddu tonni á íslensku skipunum.

Glærur Hallveigar (PDF)


Ísland hefur mikla sérstöðu í samanburði við stærstu fiskveiðiþjóðir heims þar sem sjávarútvegur er ríkisstyrktur. Í máli Hallveigar Ólafsdóttur, hagfræðings hjá SFS, kom fram að hvert veitt tonn sem Norðmenn veiða kosti norska ríkissjóðinn 19.000 krónur meðan hvert veitt tonn af íslenskum skipum skili 3.700 krónum í ríkissjóð. Fjárfesting útgerðarinnar skilar einnig meiri arði hér þar sem hvert íslenskt fiskiskip kemur með rúmlega tvöfalt meiri afla að landi en norsk og um helmingi færri skipverjar standa að baki hverju veiddu tonni á íslensku skipunum.

Upp úr auðlindaskotgröfum

Opinn fundur um gagnsæi í sjávarútvegi

Sjá fleiri Greinar 3px