Brex­it — tæki­færi og áskor­an­ir til sjós og lands

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið í samvinnu við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og Bændasamtökin boða til opins fundar um hagsmuni íslensks sjávarútvegs og landbúnaðar í ljósi útgöngu Breta úr Evrópusambandinu - og auðvitað verður boðið upp á enskan morgunverð!

Fimmtudaginn 15. júní kl. 9:00 - 10:30 á Grand Hotel 
(enskur morgunverður framreiddur frá kl. 8:30)

Ingólfur Friðriksson sendiráðunautur við sendiráð Íslands í London
„Fish and Chips - Brexit og utanríkisviðskipti“

Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi
„Á skinnskónum til Bretlands – Hvernig ætla Íslendingar að takast á við hið óþekkta?“

Erna Bjarnadóttir hagfræðingur Bændasamtakanna
"Hugleiðingar um hagsmuni íslensks landbúnaðar við BREXIT"

Fundarstjóri er Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra

Fundurinn er opinn öllum og enskur morgunverður er framreiddur frá kl. 8:30

Upp úr auðlindaskotgröfum

Opinn fundur um gagnsæi í sjávarútvegi

Sjá fleiri Greinar 3px