Banda­ríska körfu­bolta­konu dreym­ir um íslensk­an fisk

Jenny Boucek fyrrverandi leikmaður kvennaliðs Keflavíkur og liðs Cleveland Rockers í WNBA deildinni er komin til landsins og mun halda körfuboltabúðir fyrir stúlkur á komandi helgi í Reykjanesbæ.  Jenny hefur verið viðloðandi WNBA deildina síðustu 15 ár eða í raun frá því hún var stofnuð og er sem stendur aðstoðarþjálfari hjá liði Seattle Storm en staða hennar þar mun að öllum líkindum breytast.
Í viðtali við vefsíðuna karfan.is greinir Jenny frá því að hún eigi í viðræðum við forráðamenn Seattle Storm um að taka við liðinu sem aðalþjálfari liðsins.
Það sem gleður okkur hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi er að í viðtalinu greinir Jenny einnig frá því að það sem hún saknaði helst frá dvöl sinni á landinu var fiskurinn. Segist hún hafa borðað svo mikið af fiskmeti þegar hún bjó hér á landi að hún hafi nánast verið komið með sporð og tálkn þegar hún snéri aftur til Bandaríkjanna.
Greinilegt að afreksfólk sækir í heilnæmar vörur.
Viðtalið er hægt að sjá í heild sinni á karfan.is 
Mynd: AxelFinnur

Sjávarútvegurinn og umhverfið

Fallandi framlegð – skert samkeppnishæfni

Sjá fleiri Greinar 3px