Árs­skýrsla 2019 — 2020

Ársskýrsla Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi má finna hér. Sú nýbreytni er að skýrslan er eingöngu á rafrænu formi og verður væntanlega svo hér eftir. Skýrslan er mun seinna á ferðinni en í venjulegu árferði og skýrist það einkum af því að ársfundi samtakanna, sem halda átti í vor, samhliða aðalfundi, var frestað til haustsins. Þegar fram á haustið kom blossaði COVID upp aftur og var því hefðbundinn ársfundur 2020 sleginn af. Þá fór einnig mikill tími og vinna í gerð samfélagsstefnu sjávarútvegsins.

Vonandi háttar betur til á ári komandi þannig að hægt verði að halda ársfund samhliða aðalfundi næsta vor. En í ljósi reynslunnar er óvarlegt að slá nokkru föstu í þeim efnum. Sem fyrr eru það starfsmenn SFS sem höfðu veg og vanda að skýrslunni, en henni er fylgt úr hlaði með ávarpi Jens Garðars Helgasonar, fráfarandi formanns samtakanna.

Sjá ársskýrslu samtakanna hér.

Upp úr auðlindaskotgröfum

Opinn fundur um gagnsæi í sjávarútvegi

Sjá fleiri Greinar 3px