Árs­fund­ur SFS 3. — 4. maí 2018, Hilt­on Reykja­vík Nordica

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi halda ársfund á Hilton Nordica Reykjavík dagana 3. - 4. maí. Yfirskrift fundarins er "Fjárfesting - forsenda framfara".

Fundurinn verður með sambærilegu sniði og í fyrra. Eftir hádegi þann 3. maí verða þrjár áhugaverðar málstofur fyrir félagsmenn og hanastél að því loknu. Þann 4. maí verður aðalfundur fyrir hádegi og opin ráðstefna eftir hádegi. Um kvöldið er síðan hið margrómaða aðalfundarhóf.

Við vonumst til að þú takir frá nefnda daga og sjáir þér fært að mæta. Nánari upplýsingar er að finna hér að neðan.

Með kærri kveðju,
Heiðrún Lind Marteinsdóttir

Upp úr auðlindaskotgröfum

Opinn fundur um gagnsæi í sjávarútvegi

Sjá fleiri Greinar 3px