Alþjóð­lega ráð­stefna um eldsneyti og vél­ar í bíl­um og skip­um

 

Ráðstefnan verður haldin þriðjudaginn 23. febrúar n.k. í Gullteigi á Grand Hotel, Reykjavík. Aðgangur er öllum opin. Boðið verður upp á kaffiveitingar og léttan hádegisverð. Fyrirlesarar eru helstu alþjóðlegu sérfræðinga. Efni ráðstefnunnar ætti að höfða til allra sem áhuga hafa á umhverfisvænni lausnum í samgöngum og í sjávarútvegi og verður þar varpað nýju ljósi á ögranir og möguleika á þessu sviði. 

Ráðstefna um þróun bíl- og skipavéla knúnar metanóli til að efla umhverfisvænar samgöngur á sjó og landi

Vinsamlegast sendið staðfestingu á þátttöku á póstfangið: conference@cri.is

Fyrir hönd Carbon Recycling International (CRI) er okkur sönn ánægja að bjóða þér til fyrstu alþjóðlegu ráðstefnunnar um þróun bíl- og skipavéla knúnar metanóli.

Ráðstefnan mun veita breiða sýn yfir nýsköpun sviði umhverfisvænni bíl- og skipavéla undanfarin misseri, en þróun tækni til að nýta metanól er hröð, ekki síst þar sem krafa um orkuskipti með sjálfbæru eldsneyti fer vaxandi, bæði í samgöngum á sjó og landi og í sjávarútvegi.

Ráðstefnan verður haldin þriðjudaginn 23. febrúar n.k. í Gullteigi á Grand Hotel, Reykjavík. Aðgangur er öllum opin. Boðið verður upp á kaffiveitingar og léttan hádegisverð.

Fyrirlesarar eru helstu alþjóðlegu sérfræðingar á sviði bílvéla og véla fyrir skip og báta sem knúnar eru metanóli, fjallað verður um sprengihreyfla, tengiltvinnbíla og efnarafala.

Efni ráðstefnunnar ætti að höfða til allra sem áhuga hafa á umhverfisvænni lausnum í samgöngum og í sjávarútvegi og verður þar varpað nýju ljósi á ögranir og möguleika á þessu sviði.

Þá verður hulunni svipt af fyrstu bílunum sem ganga fyrir hreinu metanóli, frá bílaframleiðandum Geely sem er hluthafi í CRI. Prófanir á þessum bílum eru að hefjast hér á landi, í samvinnu CRI, Geely og Brimborgar.

Meðal sérfræðinga á ráðstefnunni eru yfirmenn rannsókna og þróunar Geely bílaverksmiðjanna og Fiat Chrysler samsteypunnar, sem unnið hafa að þróun bílvéla fyrir metanól og helsti ráðgjafi Wärtsilä í Finnlandi sem er meðal þeirra fyrirtækja sem nú framleiða metanólvélar fyrir skip og báta. Þá tala m.a. sérfræðingar frá MIT háskólanum í Boston, Chalmers tækniháskólanum í Gautaborg, Ghent háskóla og tækniháskólanum í Kaupmannahöfn um stöðu og horfur í þróun véla og tæknibúnaðar.

Dagskrá ráðstefnunnar sést hér í heild og einnig í  pdf formi  sem hæfir betur til útprentunar.  dagskra-radstefnu-cri-2016-islenska

8:00Skráning og léttur morgunverður

Setning ráðstefnunnar

8:30Ávarp iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Ragnheidur Elín Árnadottir

8:45Umhverfisvænt metanól – framtíðarsýn, KC Tran, forstjóri Carbon Recycling International (CRI)

9:00Staða og þróun metanóls sem eldsneytis í samgöngum í heiminum, Ben Iosefa, framkvæmdastjóri markaðsþróunar og samskipta, Methanex, Kanada

Fyrstu bílarnir á Íslandi sem knúnir eru hreinu metanóli (M100) kynntir

9:15Framtíðaráform Geely á sviði metanólbíla – M100, Xian Yang Jin, yfirmaður rannsókna og þróunar hjá Geely, Kína

9:30Metanólbílar af sjónarhóli markaðarins, Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar

9:45Evrópufrumsýning á Geely Emgrand 7 M100 bílum – Kaffihlé

Metanól í bílum – fyrri hluti

10:15Rannsóknir og þróun metanól bíla – forgangsmál og markmið, Paul Wuebben, deildarstjóri endurnýjanlegs eldsneytis, CRI

10:35Ný tækifæri á sviði eldsneytis með áherslu á nýtingu metanóls: sjónarhorn Fiat Chrysler verksmiðjanna, Massimo Ferrera, forstöðumaður samstarfs- og nýsköpunarverkefna, rannsókna og þróunar bílvéla, Fiat Chrysler, Ítalíu

10:55Bestun véla með metanóli: tækifæri í nútíð og framtíð, Leslie Bromberg, Ph.D., rannsóknarverkfræðingur, Plasma Science and Fusion Center MIT háskólans, Bandaríkjunum

11:15Innleiðing metanóls: Fjölblendisbílar og notkun etanóls, metanóls og bensíns í hefðbundnum vélum og tengil tvinnbílum, Mike Jackson, Fuel Freedom Foundation, Bandaríkjunum

11:35Spurningar

12:00Hádegisverður

Metanól í skipavélum

13:00Reynsla af metanólvél í farþegaferjunni  Stena Germanica, Per Stefenson,  Tækni- og staðalmál, Stena Rederi, Svíþjóð

13:20Metanól í skipavélum: staðan nú og möguleikar tækninnar, Karin Andersson, sérfræðingur um umhverfismál og tæknibúnaður í skipum, Chalmers tækniháskólanum, Svíþjóð

14:00Metanól skipavélar, framþróun, rannsóknir og þarfir, Martin Tuner, dósent, háskólanum í Lundi, Svíþjóð, ráðgjafi vélaframleiðandans Wärtsilä, Finnlandi

14:20Metanól í smærri skip og báta: sjávarútvegur með vistvænu eldsneyti, Joakim Bomanson, rannsóknir og þróun, ScandiNaos, Svíþjóð

14:40Spurningar

15:00Kaffihlé

Metanól í bílum – seinni hluti

15:20Háþrýstar metanólvélar, nýjustu rannsóknarniðurstöður og leiðarvísir til framtíðar, Sebastian Verhelst, dósent, Ghent háskólanum, Belgíu

15:40Háþrýstar metanólvélar: sýn til framtíðar, Jesper Schramm, prófessor, tækniháskóla Danmerkur

16:00Metanólknúnir efnarafalar í bílum, reynsla Dana og næstu skref, Mads Friis Jensen, yfirmaður viðskiptaþróunar, Serenergy, Danmörku

16:20Endurnýjanlegt metanól í sjálfbærum samgöngum, Paul Wuebben, forstöðumaður, Renewable Fuels, CRI

16:40Spurningar

16:50Samantekt og næstu skref, Paul Wuebben og KC Tran, CRI

 

Upp úr auðlindaskotgröfum

Opinn fundur um gagnsæi í sjávarútvegi

Sjá fleiri Greinar 3px