All­ur fisk­ur fer á mark­að

Umræðan um kröfuna „allan fisk á markað“ skýtur reglulega upp kollinum hér á landi. Sumir telja að fyrst krafan um „allan fisk á markað“ er reglulega uppi hljóti einhver önnur lögmál en markaðslögmálin að gilda þegar íslenskar sjávarafurðir eiga í hlut. Fólk sem ekki þekkir til í sjávarútvegi ruglast því margt hvert í ríminu og telur að fiskur veiddur á Íslandsmiðum fari eitthvert annað en á markað! Svo er auðvitað ekki. Fiskur sem veiddur er á Íslandsmiðum er sannanlega vara sem fer á markað og á þeim markaði er það neytandinn sem ræður.

Krafan um „allan fisk á markað“ merkir í raun „allan veiddan fisk á íslenskan uppboðsmarkað við löndun.“ Krafan er sett fram af aðilum sem trúa því að ef allur fiskur færi á íslenskan uppboðsmarkað þá myndi það leiða til hærra skiptaverðs til sjómanna og eins myndi framboð hráefnis til fiskvinnslufyrirtækja án útgerða aukast. Af þessum ástæðum er krafan sett fram og engum öðrum.

Það eru ekki margir vöruflokkar frá Íslandi sem keppa á hörðum samkeppnismarkaði erlendis og eru sjávarafurðir þar lang stærsti vöruflokkurinn. Á samkeppnismarkaði sem íslenskar sjávarafurðir keppa á víða um heim ráða ferðinni þættir eins og verð, gæði, sölu- og markaðssetning, afhendingaröryggi, rekjanleiki, ímynd og ábyrgð. Kröfur á erlendum mörkuðum aukast sífellt um meiri gæði, aukinn hraða o.s.frv. og kröfur kaupenda aukast samfara batnandi efnahag og betra upplýsingaaðgengi.

Að þjóna kröfuhörðum markaði erlendis með hágæða matvöru er stöðug vinna þar sem hvergi má slaka á. Það er alls ekki sjálfgefið að íslenskar sjávarafurðir séu ofarlega í huga þeirra neytenda erlendis sem eru tilbúnir að borga góð verð fyrir vöruna og velja hana í stað annarra valkosta.

Til að vera í hópi þeirra framleiðenda sem fá bestu verðin fyrir vöruna þarf að gæta þess að allt ferlið frá veiðum og þar til afurð er komin á disk neytenda gangi eins vel fyrir sig og kostur er. Hraði og gæði í öllu ferlinu þurfa að vera mikil og góð. Það eru mörg tannhjól í áðurnefndu ferli sem þurfa að verka saman til að neytandinn fái þau gæði á þeim verðum sem hann óskar eftir á hverjum tíma. Ferlið virkar best ef það er órofið.

Upp úr auðlindaskotgröfum

Opinn fundur um gagnsæi í sjávarútvegi

Sjá fleiri Greinar 3px