Allt sem þú vild­ir vita um kol­munna en þorð­ir ekki að spyrja um

Kolmunni er fiskur sem margir hafa heyrt um en fáir hafa séð og hvað þá smakkað. Ástæðan er sú að nánast allur kolmunninn fer í bræðslu á Austurlandi og þaðan til Noregs og Færeyja. Þessi dularfulli fiskur ber heitið kolmunni þar sem munnur hans er svartur eins og kol. Kolmunninn er flökkufiskur og var áður fyrr veiddur við Íslandsmið en á síðustu árum hefur hann að mestu látið sjá sig í færeyskri lögsögu. Ísland er aðili að alþjóðlegum fiskveiðisamningum þegar kemur að veiðum á kolmunna. Undanfarin ár hafa Íslendingar fengið 17,63% af heildaraflanum.

Næstkomandi mánudag mun samninganefnd íslendinga sem samanstendur af hagsmunaðilum innan greinarinnar fara til London og semja um hlutdeild Íslendinga fyrir árið 2015. Haukur Þór Hauksson aðstoðarframkvæmdastjóri SFS fer fyrir hönd samtakanna ásamt fulltrúum ríkisstjórnar Íslands sem skipuð er af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Bundnar eru vonir um jákvæða samninga enda kolmunninn mikilvægur í gjaldeyrissköpun Íslendinga en árið 2013 voru útflutningsverðmæti hans rúmlega 3 milljarðar. Það gerir um 1,2% af heildarútflutningsverðmætum sjávarútvegsins.

Aðspurður um kolmunna hafði Jens Garðar Helgason, formaður SFS og framkvæmdastjóri Fiskimið ehf eftirfarandi að segja:

„Síðan fyrir aldarmótin þá hefur kolmunni verði mjög kærkomin búbót fyrir íslenskt þjóðarbú. Það þarf stór og öflug skip með mikinn togkraft og sóknin getur verið mjög dýr þar sem langt er að sækja hann.  Mig langar einnig að benda á það að kolmunninn er á frímerkjum í Færeyjum og væri gaman að sjá slíkt hið sama hér." Það skal þó tekið fram að formaðurinn hafði ekki þekkingu á hvernig best væri að matreiða kolmunna til manneldis en óskaði eftir uppskriftum ef einhver hefði slíkt.

Fleiri áhugaverðar staðreyndir um kolmunnan:

-Einn af 10 mest veiddu fisktegundum í heiminum

-Hann er lítill fiskur og verður aðeins 50 cm langur

-Hann getur orðið allt að 20 ára gamall

-Fæða hans er seiði og smáfiskar

-Óvinir hans eru þorskur og aðrir stærri fiskar sem borða hann

Heimild: Wikipedia

Noregur  er stærsta útflutningslandið en einnig er flutt til Nígeríu og Frakklands til manneldis

Upp úr auðlindaskotgröfum

Opinn fundur um gagnsæi í sjávarútvegi

Sjá fleiri Greinar 3px