Umhverf­is­skýrsla

Tvö ár eru lið­in frá því að Par­ís­ar­sam­komu­lag­ið var und­ir­rit­að. Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa af þessu til­efni gert skýrslu um olíu­notk­un í sjáv­ar­út­vegi og vænt­an­lega notk­un til árs­ins 2030, auk annarra umhverf­is­þátta í starf­semi sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja. Mik­ið hef­ur áunn­ist á und­an­för­un­um ára­tug­um og mjög hef­ur dreg­ið úr los­un gróð­ur­húsaloft­teg­unda sem rekja má til sjáv­ar­út­vegs á Íslandi. Sú þró­un held­ur áfram á kom­andi árum. Einkum er horft til áranna 1990 til 2030 í skýrsl­unni, en það er það tíma­bil sem Par­ís­ar­sam­komu­lag­ið mið­ast við.

Það er von Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi að skýrsl­an gefi nokk­uð skýra mynd af þró­un í olíu­notk­un sjáv­ar­út­vegs á Íslandi og einnig því, hvernig sjáv­ar­út­veg­ur­inn mun á næstu árum draga enn frek­ar úr olíu­notk­un og los­un gróðurhúsalofttegunda.

Helstu nið­ur­stöð­ur skýrsl­unn­ar eru eftirgreindar:

  • Sterk­ir fiski­stofn­ar, fram­far­ir í veið­um og betra skipu­lag veiða hafa leitt til veru­lega minni olíu­notk­un­ar í sjáv­ar­út­vegi og þar með los­un gróðurhúsalofttegunda.
  • Eldsneyt­is­notk­un í sjáv­ar­út­vegi hef­ur í heild minnk­að um tæp­lega 43% frá árinu 1990 til árs­ins 2016.
  • Reikn­að er með að eldsneyt­is­notk­un í sjáv­ar­út­vegi hafi dreg­ist sam­an um 134 þús­und tonn frá árinu 1990 til árs­ins 2030. Þá verði bræðsla á fiski nær ein­göngu knú­in með raf­magni og raf­orku­fram­leiðsla um borð í fiski­skip­um heyri til und­an­tekn­inga þeg­ar skip eru í höfn. Gangi þetta eft­ir mun eldsneyt­is­notk­un í sjáv­ar­út­vegi hafa dreg­ist sam­an um 54% á tímabilinu.
  • Árs­notk­un eldsneyt­is í sjáv­ar­út­vegi árið 2016 var sú lægsta frá árinu 1990, bæði frá fiski­skip­um og fiskimjölsverksmiðjum.
  • Los­un gróð­ur­húsaloft­teg­unda frá sjáv­ar­út­vegi hef­ur far­ið minnk­andi ár frá ári síð­an 1990 en þá var hlut­fall­ið 19,5% af heild­ar­los­un Íslands. Árið 2007 var hlut­fall­ið kom­ið nið­ur í 13% og árið 2014 í 9,7%.
  • Sjáv­ar­út­veg­ur á Íslandi hef­ur þeg­ar náð mark­miði Parísarsamkomulagsins
  • Fjár­fest­ing­ar­þörf í fiski­skip­um fram til árs­ins 2030 er met­in um 180 millj­arð­ar króna. Nýrri og tækni­vædd­ari skip munu draga enn frek­ar úr umhverf­isáhrif­um sjávarútvegs.
  • Hag­kvæmn­isút­reikn­ing­ar sýna að hag­stæð­ara er að nota raf­magn úr landi þeg­ar skip eru í höfn, frek­ar en að keyra ljósa­vél­ar sem ganga fyr­ir olíu.
  • Frá árinu 2006 til árs­ins 2016 hafa Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi sent á eig­in veg­um eða haft milli­göngu um end­ur­vinnslu á 8.400 tonn­um af veiðarfæraúrgangi.

Skýrsl­an í heild hér

Endurvigtun er lykilþáttur í fiskveiðistjórnun

Nú árið er liðið í sjávarútvegi

Sjá fleiri greinar Greinar 3px