Sjávarútvegurinn heillar

Með takmarkaðri auðlind þá myndast hvatar til að fá sem hæst verð fyrir hvert kíló af veiddum afla. Þetta hefur orðið til þess að sjávarútvegsfyrirtæki hafa í auknum mæli unnið að því að selja ferskt sjávarfang fremur en frosið til að fá sem mest fyrir aflann. Bragi Michaelsson hefur nýverið skilað lokaritgerð í viðskiptafræði við Háskóla Íslands, heiti hennar er „Útflutningur á ferskum þorski, þróun og framtíð“. Undanfarin ár hefur útflutningur á ferskum þorski aukist töluvert og vakti það áhuga Braga. Ferskur þorskur er ísaður og hefur útflutningur hans tvöfaldast síðan 2003. Þó svo að ísaðar þorskafuðir séu einungis 24% af heildarmagni útfluttra þorskafurða þá mynda þær  35% af útflutningsverðmætum þorsksafurða.

Ástæða þessarar miklu aukningar er einkum þríþætt:

-Hátt verð fyrir ferskan þorsk í samanburði við frystan og saltaðan.

-Ísland er með samkeppnisforskot vegna nálægðar við fiskimiðin.

-Samgöngur hafa batnað, sérstaklega flugleiðis m.a. vegna fjölgunar ferðamanna til landsins.

Bragi er nýbyrjaður í tækniskólanum en eftir nám er stefnan tekin á að finna sér vinnu tengda sjávarútveginum. SFS óskar Braga til hamingju með ritgerðaskilin.

Kaldur gustur veiðigjaldsins í byggðum landsins

Arðgreiðslur í sjávarútvegi – lægri en…

Sjá fleiri Greinar 3px