Sjáv­ar­út­veg­ur­inn heillar

Með tak­mark­aðri auð­lind þá mynd­ast hvat­ar til að fá sem hæst verð fyr­ir hvert kíló af veidd­um afla. Þetta hef­ur orð­ið til þess að sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki hafa í aukn­um mæli unn­ið að því að selja ferskt sjáv­ar­fang frem­ur en fros­ið til að fá sem mest fyr­ir afl­ann. Bragi Michaels­son hef­ur nýver­ið skil­að loka­rit­gerð í við­skipta­fræði við Háskóla Íslands, heiti henn­ar er „Útflutn­ing­ur á fersk­um þorski, þró­un og fram­tíð“. Und­an­far­in ár hef­ur útflutn­ing­ur á fersk­um þorski auk­ist tölu­vert og vakti það áhuga Braga. Fersk­ur þorsk­ur er ísað­ur og hef­ur útflutn­ing­ur hans tvö­fald­ast síð­an 2003. Þó svo að ísað­ar þorskaf­uð­ir séu ein­ung­is 24% af heild­ar­magni útfluttra þorsk­af­urða þá mynda þær  35% af útflutn­ings­verð­mæt­um þorsksafurða.

Ástæða þess­ar­ar miklu aukn­ing­ar er einkum þríþætt:

-Hátt verð fyr­ir fersk­an þorsk í sam­an­burði við fryst­an og saltaðan.

-Ísland er með sam­keppn­is­for­skot vegna nálægð­ar við fiskimiðin.

-Sam­göng­ur hafa batn­að, sér­stak­lega flug­leið­is m.a. vegna fjölg­un­ar ferða­manna til landsins.

Bragi er nýbyrj­að­ur í tækni­skól­an­um en eft­ir nám er stefn­an tek­in á að finna sér vinnu tengda sjáv­ar­út­veg­in­um. SFS ósk­ar Braga til ham­ingju með ritgerðaskilin.

Endurvigtun er lykilþáttur í fiskveiðistjórnun

Nú árið er liðið í sjávarútvegi

Sjá fleiri greinar Greinar 3px