Hinir gleymdu hagsmunir

Fyr­ir smá­þjóð í hörð­um heimi geng­ur ekki bara að vera eins og ein­hverj­ir siðapostul­ar eða hrein­ar meyj­ar sem feta hinn þrönga veg dyggðar­inn­ar. Menn verða að hugsa aðeins um hags­muni lands­ins í bráð og lengd.“ Þetta sagði sagn­fræð­ing­ur­inn, síð­ar for­seti Íslands, Guðni Th. Jóhann­es­son í við­tali við RÚV hinn 6. ágúst 2015 þeg­ar Rúss­ar ákváðu að banna inn­flutn­ing á til­tekn­um mat­væl­um, með­al ann­ars frá Íslandi. Ákvörð­un­in kom sér mjög illa fyr­ir íslensk­an sjáv­ar­út­veg. Rúss­ar fram­lengdu bann­ið í júlí í ár og gild­ir það nú til loka árs 2018. Sú ákvörð­un þeirra kom eft­ir að Evr­ópu­sam­band­ið hafði ákveð­ið að fram­lengja við­skipta­bann á Rússa vegna fram­ferð­is þeirra í Úkraínu.

Við­skipta­bann­ið hef­ur kom­ið hlut­falls­lega harð­ar nið­ur á íslensk­um hags­mun­um en hags­mun­um annarra ríkja. Þar er hlut­ur sjáv­ar­út­vegs­ins lang­stærst­ur. Þátt­taka Íslands í við­skipta­þving­un­um gegn Rússlandi kom til vegna þrýst­ings frá Banda­ríkj­un­um og Evr­ópu­sam­band­inu, að sögn fyrr­ver­andi utan­rík­is­ráð­herra, Gunn­ars Braga Sveins­son­ar. Íslend­ing­um er því í raun ekki skylt að taka þátt í þeim.

Þó verð­ur ekki um það deilt að Íslend­ing­ar eiga að sýna sam­stöðu með vest­ræn­um ríkj­um. En hvað sem okk­ur kann að finn­ast um fram­ferði Rússa, verð­ur að halda uppi við­ræð­um við þá sem við kunn­um að vera ósam­mála. Umræð­an skerp­ir skiln­ing á afstöðu ólíkra sjón­ar­miða og mark­mið­ið á að vera að fá botn í deilu­mál, útkljá þau. Því mið­ur virð­ist ekk­ert að frétta af sam­ræð­um íslenskra yfir­valda og rúss­neskra um þetta efni.

Það er tíma­frekt að finna nýja mark­aði og dýr­keypt að missa mark­aðs­að­gang þeg­ar búið er að koma hon­um á. Íslensk sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki höfðu kom­ið ár sinni ágæt­lega fyr­ir borð í Rússlandi og það væri hent­ugt fyr­ir sjáv­ar­út­veg­inn að vita hvort íslensk stjórn­völd ætli að gefa þess­um mik­il­vægu, en að því er virð­ist gleymdu, hags­mun­um gaum.

Pist­ill­inn birt­ist fyrst í Við­skipta­blað­inu fimmtu­dag­inn 17. ágúst 2017

 

Endurvigtun er lykilþáttur í fiskveiðistjórnun

Nú árið er liðið í sjávarútvegi

Sjá fleiri greinar Greinar 3px