End­ur­vi­gt­un er lyk­il­þátt­ur í fiskveiðistjórnun

Helstu atriði:

• Núver­andi fyr­ir­komu­lag end­ur­vi­gt­un­ar hef­ur reynst vel og stuðl­að að meiri gæð­um og auknu verð­mæti sjávararfurða
• End­ur­vi­gt­un afla er órjúf­an­leg­ur hluti þeirr­ar keðju að skrá rétt hvaða afli berst að landi
• Fyr­ir­liggj­andi gögn og úttekt­ir stað­festa að fram­kvæmd og fram­fylgni við ákvæði laga um end­ur­vi­gt­un er almennt til fyrirmyndar
• Gögn gefa ekki vís­bend­ing­ar um að kerf­is­bund­ið sé ver­ið að upp­lýsa rang­lega um hærra íshlut­fall þannig að afli sé skráð­ur minni en hann í raun er
• Vís­bend­ing­ar eru um að fáir aðil­ar standi að baki meg­in­hluta frá­vika sem finnast
• Eng­in rök standa til þess að ráð­ast í grund­vall­ar­breyt­ing­ar á núgild­andi framkvæmd
• Stofn­vísi­tala þorsks hef­ur ekki ver­ið hærri frá því að mæl­ing­ar hóf­ust árið 1996

Fyr­ir­tæki í sjáv­ar­út­vegi eiga allt und­ir því að umgengni við sjáv­ar­auð­lind­ina sé for­svar­an­leg og ábyrg. Í því felst með­al ann­ars að rétt sé greint frá því hversu mik­ið er dreg­ið úr sjó. Rétt skrán­ing afla er ein for­senda þess að fisk­veið­i­stjórn­un­ar­kerf­ið virki eins og því er ætl­að og veið­arn­ar séu sjálf­bær­ar. Sé lit­ið til nýj­ustu frétta af ástandi þorsk­stofns­ins við Ísland, þá hef­ur end­ur­reisn hans geng­ið vel. Reynd­ar svo vel að stofn­vísi­tala þorsks hef­ur ekki ver­ið hærri frá því að mæl­ing­ar hóf­ust árið 1996.

End­ur­vi­gt­un afla er órjúf­an­leg­ur hluti þeirr­ar keðju að skrá rétt hvaða afli berst að landi. Útgerð­ir ráða því hversu mik­ill ís er not­að­ur þeg­ar skip er að veið­um. Það velt­ur á ýmsu; fisk­teg­und, fiski­mið­um, árs­tíma, teg­und skips, lengd úthalds, kröf­um kaup­anda, hita­stigi í lest og kör­um og hversu lengi afl­inn er geymd­ur eft­ir að hon­um er land­að og áður en hann er unn­inn. Það eru því fjöl­marg­ir þætt­ir sem skýrt geta mun­inn á því hversu mik­inn ís menn vilja nota. Ís gegn­ir veiga­miklu og marg­þættu hlut­verki í að við­halda gæð­um fisks og tryggja þar með sem hæst verð fyr­ir afurð­ina. Hann nýt­ist bæði sem kælimið­ill og til ræst­ing­ar, því ís held­ur fiski aðskild­um fyr­ir rás­ir fyr­ir ísbræðslu­vatn, sem get­ur ver­ið meng­að blóði og slori og vald­ið skemmdum.

Gild­andi lög um endurvigtun
Núver­andi fyr­ir­komu­lag end­ur­vi­gt­un­ar hef­ur reynst vel og stuðl­að að meiri gæð­um og auknu verð­mæti sjáv­ar­arfurða. Eft­ir að í land er kom­ið er fiskiker vigt­að á hafn­ar­vog, ekið er með það inn í vinnslu, ísinn tek­inn frá og afl­inn vigt­að­ur. Nið­ur­staða úr þeirri vigt­un dregst frá afla­marki við­kom­andi skips. Síð­ari vigt­un er köll­uð end­ur­vi­gt­un og hún trygg­ir nákvæma vigt­un og flokk­un afla.

Leyfi til end­ur­vi­gt­un­ar er gef­ið út af Fiski­stofu. Það eru lög­gilt­ir vigt­ar­menn sem sjá um hana og að færa til bók­ar rétt magn afla. Fiski­stofa hef­ur eft­ir­lit með því að vigt­ar­bún­að­ur upp­fylli kröf­ur og skil­yrði um vigt­un og skrán­ingu sjáv­ar­afla. Sér­stak­ar hæfnis­kröf­ur eru gerð­ar til lög­giltra vigt­ar­manna og Fiski­stofa hef­ur eft­ir­lit með því að ákvæð­um laga sé fylgt þeg­ar kem­ur að endurvigtun.

Árið 2015 varð lagt fram frum­varp til breyt­inga á lög­um nr. 57/1996 um umgengni um nytja­stofna sjáv­ar og ýms­um öðr­um lög­um. Frum­varp­ið fól í sér umfangs­mikl­ar og veru­leg­ar breyt­ing­ar á kerfi vigt­un­ar. SFS gerðu athuga­semd­ir við grund­vall­ar­þætti í nefndu frum­varpi og lögðu til að vigt­ar­mál­efni yrðu tek­in til end­ur­skoð­un­ar í heild í sam­vinnu við atvinnu­grein­ina með það að mark­miði að tryggja rétta vigt­un, gæði og hámörk­un verð­mæta sjáv­ar­af­urða. Sam­tök­in hafa ávallt lagt áherslu á að all­ir eigi að spila eft­ir sömu leik­regl­um og brot eigi ekki að líð­ast. Taka beri á und­an­tekn­ing­ar­til­fell­um af fag­mennsku og festu en ekki að umbylta kerf­inu á kostn­að atvinnu­grein­ar­inn­ar í heild. Fyrr­greint frum­varp varð ekki að lög­um á þeim tíma.

Sumar­ið 2017 voru gerð­ar laga­breyt­ing­ar er vörð­uðu fram­kvæmd, eft­ir­lit og við­ur­lög vegna brota gegn ákvæð­um laga og reglu­gerða um end­ur­vi­gt­un. Eft­ir­lit var hert og við­ur­lög þyngd. Fiski­stofu hef­ur nú heim­ild til að fylgj­ast með allri vigt­un vigt­un­ar­leyf­is­hafa í allt að sex vik­ur ef hann yrði upp­vís að veru­legu frá­viki á íshlut­falli í afla skips mið­að við með­al­tal í fyrri lönd­un­um. Vigt­un­ar­leyf­is­hafi ber all­an kostn­að af eft­ir­liti þenn­an tíma. Sé um ítrek­uð, veru­leg frá­vik að ræða, skal Fiski­stofa aft­ur­kalla vigt­un­ar­leyfi hjá við­kom­andi í allt að eitt ár.

Kerf­is­bund­in lög­brot ekki til staðar
Þeg­ar skoð­uð eru gögn sem Fiski­stofa birt­ir á heima­síðu sinni, um hlut­fall íss í afla við end­ur­vi­gt­un þeg­ar eft­ir­lits­mað­ur er á staðn­um, þ.e. við svo­kall­aða yfir­stöðu eft­ir­lits­manns, og sam­an­burð­ur við veg­ið með­al­ís­hlut­fall úr öll­um vigt­un­um frá til­teknu skipi hjá vigt­un­ar­leyf­is­hafa, kem­ur í ljós að íshlut­fall við yfir­stöðu er ýmist hærra eða lægra en með­al­ís­hlut­fall­ið. Gögn­in gefa því ekki vís­bend­ing­ar um að kerf­is­bund­ið sé ver­ið að upp­lýsa rang­lega um hærra íshlut­fall þannig að afli sé skráð­ur minni en hann í raun er.

Þetta má sjá á með­fylgj­andi mynd. Gögn­in eru úr eft­ir­liti Fiski­stofu árið 2017.

Mæl­ing­ar sýna að það get­ur ver­ið hvort tveggja, hærra eða lægra íshlut­fall að við­stödd­um eft­ir­lits­manni í sam­an­burði við veg­ið með­al­ís­hlut­fall í afla skips­ins sem land­að var hjá sama vigt­un­ar­leyf­is­hafa á tíma­bil­inu. Breyti­leik­inn var mik­ill og ef reikn­að er með­al­tal þá var íshlut­fall­ið 0,74 pró­sentu­stig­um lægra þeg­ar eft­ir­lits­mað­ur var á staðn­um en það var að jafn­aði. Ef að skoð­að er veg­ið með­al­tal þá var það 1,12 pró­sentu­stig­um lægra. Ástæð­ur breyti­legs íshlut­falls geta ver­ið marg­vís­leg­ar eins og bent hef­ur ver­ið á og koma vel í ljós ef skoð­að­ar eru ein­stak­ar land­an­ir skipa.

Fyrr­greind­ar mæl­ing­ar Fiski­stofu eru í sam­ræmi við nið­ur­stöð­ur rann­sókn­ar frá haust­inu árið 2015, sem pró­fess­or­arn­ir Helgi Tóm­as­son og Daði Már Kristó­fers­son, unnu um end­ur­vi­gt­un fyr­ir Atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­ið. Fram­kvæmd­ar voru ýms­ar töl­fræði­rann­sókn­ir á gögn­um frá Fiski­stofu um end­ur­vi­gt­un sem náðu yfir árin 2012, 2013 og 2014. Sam­kvæmt þeim var með­al­tal íshlut­falls í end­ur­vi­gt­un 15,7%, en 14,2% við eft­ir­lit, það er 1,5% mis­mun­ur. Þeir benda á að í gögn­un­um sé sam­ræmi milli þess þeg­ar eft­ir­lit er á staðn­um og end­ur­vi­gt­un­ar án eft­ir­lits í meiri­hluta til­fella. Þetta bend­ir til þess að fáir aðil­ar standi að baki meg­in­hluta frávikanna.

Þessu til stað­fest­ing­ar má nefna, að þeg­ar þrjú af þeim fyr­ir­tækj­um sem voru ítrek­að með veru­legt frá­vik í mæl­ing­um eru tek­in út úr heild­inni, þá er með­al­tals­frávik­ið hverf­andi (und­ir einu pró­senti), hvort sem mið­að er við magn eða fjölda mælinga.

Nán­ari útlist­un á stöð­unni á hverju tíma­bili fyr­ir sig er sem hér segir:

Í janú­ar til og með mars voru gerð­ar 28 mæl­ing­ar hjá 22 fyr­ir­tækj­um úr afla sam­tals 26 skipa. Þarna sést að íshlut­fall er frá því að vera 5 pró­sentu­stig­um hærra við eft­ir­lit en það var í afl­an­um að jafn­aði á tíma­bil­inu, nið­ur í að vera rúm­um 12 pró­sentu­stig­um lægra. Hver fisk­teg­und er mæld sér­stak­lega þar sem mis­mun­andi get­ur ver­ið, eft­ir teg­und­um, hversu mik­ið ísað er. Veg­ið með­al­tals­frávik tíma­bils­ins var 2,38% lægri íspró­senta en að jafn­aði við endurvigtun.

Næsta birt­ing Fiski­stofu náði yfir tíma­bil­ið apríl til maí. Þá voru gerð­ar 25 mæl­ing­ar hjá 20 aðil­um. Þrett­án mæl­ing­ar sýndu íshlut­fall sem var hærra en veg­ið með­al­tal. Íshlut­fall var frá því að vera 5 pró­sentu­stig­um lægra upp í það að vera tæp­um 5 pró­sentu­stig­um hærra í ein­stök­um mælingum.

Fjór­tán mæl­ing­ar voru gerð­ar yfir sum­ar­mán­uð­ina hjá sam­tals 9 aðil­um. Það vek­ur athygli að tölu­vert mörg til­felli voru þar sem íshlut­fall er lægra en hið vegna meðaltal.

Næsta tíma­bil sem Fiski­stofa birti nær frá sept­em­ber til októ­ber­loka. Þar má sjá 29 mæl­ing­ar hjá 22 aðil­um. Ein­ung­is 12 mæl­ing­ar sýna lægra íshlut­fall þeg­ar eft­ir­lit er á staðn­um mið­að við með­al­tal og mun­ur­inn er mest­ur rúm 3 pró­sentu­stig en í 8 mæl­ing­um er mun­ur­inn und­ir 2 pró­sentu­stig­um. Í 17 til­vik­um er hlut­fall íss við yfir­stöðu hærra en meðaltal.

Síð­asta tíma­bil­ið sem Fiski­stofa nær yfir síð­ustu tvo mán­uði árs­ins 2017. Þarna eru 24 mæl­ing­ar hjá 18 fyr­ir­tækj­um. Þarna má sjá að 17 mæl­ing­ar sýna lægra íshlut­fall en af þeim er vel yfir helm­ing­ur und­ir 3 prósentustigum.

Það sem þess­ar mynd­ir segja okk­ur er að breyti­leiki er á íshlut­falli og slíkt er eðli­legt. Þær sýna einnig að allt tal um kerf­is­bund­ið svindl á vigt­un er rangt. Frá­vik eiga sér stað í báð­ar átt­ir og það er ekki fyrr en þeg­ar veru­lega mun­ar á íshlut­falli við eft­ir­lit og með­al­tali land­ana, þ.e.a.s. veru­lega minna af ís mæl­ist við eft­ir­lit sem Fiski­stofa bregst við með ákvörð­un við­ur­laga. Svipt­ing á leyfi til end­ur­vi­gt­un­ar á sér stað við ítrek­uð slík frávik.

Með þeim breyt­ing­um sem gerð­ar voru á fram­kvæmd, eft­ir­liti og við­ur­lög­um gagn­vart brot­um við end­ur­vi­gt­un síð­ast­lið­ið sum­ar tel­ur SFS að rétt­ar áhersl­ur hafi ver­ið sett­ar við breyt­ing­ar á regl­um um end­ur­vi­gt­un. Þetta sést þeg­ar mynd­irn­ar eru skoð­að­ar. Frá­vik þar sem hlut­fall íss er lægra við eft­ir­lit eru færri á síð­ustu mynd en þeim fyrri.  Þá er ekki síð­ur mik­il­vægt að nið­ur­stöð­ur vigt­un­ar alls land­aðs afla eru birt­ar opin­ber­lega á heima­síðu Fiski­stofu, þannig að fullt gagn­sæi er til stað­ar. Komi fram mis­ræmi geta sjó­menn eða aðr­ir hags­muna­að­il­ar því vak­ið máls á því við Fiskistofu.

Fram­kvæmd almennt til fyrirmyndar

Mik­il­vægt er að huga að stað­reynd­um, áþekk­um þeim sem hér hafa ver­ið reif­að­ar, þeg­ar fjall­að er um mál­efni end­ur­vi­gt­un­ar. Með þeirri fram­kvæmd sem nú er kveð­ið á um í lög­um hef­ur mark­mið­inu um auk­in gæði og auk­ið virði afla ver­ið náð. Ómögu­legt er að fá nákvæm­lega sama hlut­fall íss í öll­um til­vik­um og það eru marg­ir þætt­ir sem ráða þörf­inni fyr­ir magni íss, líkt og hér var vik­ið að. Af þeim sök­um verða ávallt ein­hverj­ar sveifl­ur. Hvað sem því hins veg­ar líð­ur er ljóst að fyr­ir­liggj­andi gögn og úttekt­ir stað­festa að fram­kvæmd­in og fram­fylgni við ákvæði lag­anna er almennt til fyr­ir­mynd­ar. Virkt eft­ir­lit og til­hlýði­leg við­ur­lög eru síð­an nauð­syn­leg til að taka á hátt­semi sem ekki er í sam­ræmi við gild­andi lög. Eng­in rök standa því til þess að ráð­ast í grund­vall­ar­breyt­ing­ar á núgild­andi framkvæmd.

 

Nú árið er liðið í sjávarútvegi

Vel heppnuð endurreisn

Sjá fleiri greinar Greinar 3px