Alþjóð­lega ráð­stefna um eldsneyti og vél­ar í bíl­um og skipum

 

Ráð­stefn­an verð­ur hald­in þriðju­dag­inn 23. febrú­ar n.k. í Gull­teigi á Grand Hotel, Reykja­vík. Aðgang­ur er öll­um opin. Boð­ið verð­ur upp á kaffi­veit­ing­ar og létt­an hádeg­is­verð. Fyr­ir­les­ar­ar eru helstu alþjóð­legu sér­fræð­inga. Efni ráð­stefn­unn­ar ætti að höfða til allra sem áhuga hafa á umhverf­i­s­vænni lausn­um í sam­göng­um og í sjáv­ar­út­vegi og verð­ur þar varp­að nýju ljósi á ögr­an­ir og mögu­leika á þessu sviði. 

Ráð­stefna um þró­un bíl- og skipa­véla knún­ar met­anóli til að efla umhverf­i­s­væn­ar sam­göng­ur á sjó og landi

Vin­sam­leg­ast send­ið stað­fest­ingu á þátt­töku á póst­fang­ið: conference@cri.is

Fyr­ir hönd Car­bon Recycl­ing Internati­onal (CRI) er okk­ur sönn ánægja að bjóða þér til fyrstu alþjóð­legu ráð­stefn­unn­ar um þró­un bíl- og skipa­véla knún­ar metanóli.

Ráð­stefn­an mun veita breiða sýn yfir nýsköp­un sviði umhverf­i­s­vænni bíl- og skipa­véla und­an­far­in miss­eri, en þró­un tækni til að nýta met­anól er hröð, ekki síst þar sem krafa um orku­skipti með sjálf­bæru eldsneyti fer vax­andi, bæði í sam­göng­um á sjó og landi og í sjávarútvegi.

Ráð­stefn­an verð­ur hald­in þriðju­dag­inn 23. febrú­ar n.k. í Gull­teigi á Grand Hotel, Reykja­vík. Aðgang­ur er öll­um opin. Boð­ið verð­ur upp á kaffi­veit­ing­ar og létt­an hádegisverð.

Fyr­ir­les­ar­ar eru helstu alþjóð­legu sér­fræð­ing­ar á sviði bíl­véla og véla fyr­ir skip og báta sem knún­ar eru met­anóli, fjall­að verð­ur um sprengi­hreyfla, ten­gilt­vinn­bíla og efnarafala.

Efni ráð­stefn­unn­ar ætti að höfða til allra sem áhuga hafa á umhverf­i­s­vænni lausn­um í sam­göng­um og í sjáv­ar­út­vegi og verð­ur þar varp­að nýju ljósi á ögr­an­ir og mögu­leika á þessu sviði.

Þá verð­ur hul­unni svipt af fyrstu bíl­un­um sem ganga fyr­ir hreinu met­anóli, frá bíla­fram­leið­and­um Geely sem er hlut­hafi í CRI. Próf­an­ir á þess­um bíl­um eru að hefjast hér á landi, í sam­vinnu CRI, Geely og Brimborgar.

Með­al sér­fræð­inga á ráð­stefn­unni eru yfir­menn rann­sókna og þró­un­ar Geely bíla­verk­smiðj­anna og Fiat Chrysler sam­steyp­unn­ar, sem unn­ið hafa að þró­un bíl­véla fyr­ir met­anól og helsti ráð­gjafi Wärtsilä í Finn­landi sem er með­al þeirra fyr­ir­tækja sem nú fram­leiða met­anól­vél­ar fyr­ir skip og báta. Þá tala m.a. sér­fræð­ing­ar frá MIT háskól­an­um í Bost­on, Chal­mers tækni­há­skól­an­um í Gauta­borg, Ghent háskóla og tækni­há­skól­an­um í Kaup­manna­höfn um stöðu og horf­ur í þró­un véla og tæknibúnaðar.

Dag­skrá ráð­stefn­unn­ar sést hér í heild og einnig í  pdf formi  sem hæf­ir bet­ur til útprent­un­ar.  dagskra-radstefnu-cri-2016-islenska

8:00Skrán­ing og létt­ur morgunverður

Setn­ing ráðstefnunnar

8:30Ávarp iðn­að­ar- og við­skipta­ráð­herra, Ragn­heidur Elín Árnadottir

8:45Umhverf­i­s­vænt met­anól – fram­tíð­ar­sýnKC Tran, for­stjóri Car­bon Recycl­ing Internati­onal (CRI)

9:00Staða og þró­un met­anóls sem eldsneyt­is í sam­göng­um í heim­in­um, Ben Ios­efa, fram­kvæmda­stjóri mark­aðs­þró­un­ar og sam­skipta, Met­hanex, Kanada

Fyrstu bíl­arn­ir á Íslandi sem knún­ir eru hreinu met­anóli (M100) kynntir

9:15Fram­tíðaráform Geely á sviði met­anól­bíla – M100, Xian Yang Jin, yfir­mað­ur rann­sókna og þró­un­ar hjá Geely, Kína

9:30Met­anól­bíl­ar af sjón­ar­hóli mark­að­ar­ins, Egill Jóhanns­son, for­stjóri Brimborgar

9:45Evr­ópu­frum­sýn­ing á Geely Emgrand 7 M100 bíl­um – Kaffihlé

Met­anól í bíl­um – fyrri hluti

10:15Rann­sókn­ir og þró­un met­anól bíla – for­gangs­mál og markmið, Paul Wuebben, deild­ar­stjóri end­ur­nýj­an­legs eldsneyt­is, CRI

10:35Ný tæki­færi á sviði eldsneyt­is með áherslu á nýt­ingu met­anóls: sjón­ar­horn Fiat Chrysler verk­smiðj­anna, Massimo Fer­rera, for­stöðu­mað­ur sam­starfs- og nýsköp­un­ar­verk­efna, rann­sókna og þró­un­ar bíl­véla, Fiat Chrysler, Ítalíu

10:55Best­un véla með met­anóli: tæki­færi í nútíð og fram­tíð, Leslie Brom­berg, Ph.D., rann­sókn­ar­verk­fræð­ing­ur, Plasma Science and Fusi­on Center MIT háskól­ans, Bandaríkjunum

11:15Inn­leið­ing met­anóls: Fjöl­blend­is­bíl­ar og notk­un etanóls, met­anóls og bens­íns í hefð­bundn­um vél­um og tengil tvinn­bíl­um, Mike Jackson, Fuel Freedom Foundati­on, Bandaríkjunum

11:35Spurningar

12:00Hádegisverður

Met­anól í skipavélum

13:00Reynsla af met­anól­vél í far­þega­ferj­unni  Stena Ger­manica, Per Stefen­son,  Tækni- og stað­al­mál, Stena Rederi, Svíþjóð

13:20Met­anól í skipa­vél­um: stað­an nú og mögu­leik­ar tækn­inn­ar, Kar­in And­ers­son, sér­fræð­ing­ur um umhverf­is­mál og tækni­bún­að­ur í skip­um, Chal­mers tækni­há­skól­an­um, Svíþjóð

14:00Met­anól skipa­vél­ar, fram­þró­un, rann­sókn­ir og þarf­ir, Mart­in Tuner, dós­ent, háskól­an­um í Lundi, Sví­þjóð, ráð­gjafi véla­fram­leið­and­ans Wärtsilä, Finnlandi

14:20Met­anól í smærri skip og báta: sjáv­ar­út­veg­ur með vist­vænu eldsneyti, Joakim Bom­an­son, rann­sókn­ir og þró­un, Scand­iNa­os, Svíþjóð

14:40Spurn­ing­ar

15:00Kaffi­hlé

Met­anól í bíl­um – seinni hluti

15:20Háþrýst­ar met­anól­vél­ar, nýj­ustu rann­sókn­arnið­ur­stöð­ur og leið­ar­vís­ir til fram­tíð­ar, Sebastian Ver­helst, dós­ent, Ghent háskól­an­um, Belgíu

15:40Háþrýst­ar met­anól­vél­ar: sýn til fram­tíð­ar, Jesper Schramm, pró­fess­or, tækni­há­skóla Danmerkur

16:00Met­anól­knún­ir efn­arafal­ar í bíl­um, reynsla Dana og næstu skref, Mads Fri­is Jen­sen, yfir­mað­ur við­skipta­þró­un­ar, Serenergy, Danmörku

16:20End­ur­nýj­an­legt met­anól í sjálf­bær­um sam­göng­um, Paul Wuebben, for­stöðu­mað­ur, Renewable Fuels, CRI

16:40Spurn­ing­ar

16:50Sam­an­tekt og næstu skref, Paul Wuebben og KC Tran, CRI

 

Endurvigtun er lykilþáttur í fiskveiðistjórnun

Nú árið er liðið í sjávarútvegi

Sjá fleiri greinar Greinar 3px