Vel heppn­uð endurreisn

Þar sem sjáv­ar­út­veg­ur er mik­il­væg stoð efna­hags­lífs okk­ar átt­um við Íslend­ing­ar eng­an ann­an kost en að tak­ast á við tví­þætt­an vanda ofveiði og óhag­kvæmni af fullri alvöru. Þetta var gert með því að inn­leiða mark­vissa fisk­veið­i­stjórn­un með nauð­syn­legri festu við ákvörð­un leyfi­legs heild­arafla ásamt eft­ir­fylgni með afla­skrán­ingu og eft­ir­liti. Þannig var kerfi afla­kvóta við stjórn fisk­veiða kom­ið á í áföng­um á níunda ára­tug síð­ustu ald­ar og það síð­an þró­að í átt til virk­ari stjórn­un­ar heild­arafla og auk­ins sveigj­an­leika með framsali á tíunda ára­tugn­um og síðar.

Í kjöl­far ráð­gjaf­ar frá árinu 1992 um alvar­lega stöðu þorsk­stofns­ins var dreg­ið veru­lega úr veiði­álagi. Um miðj­an tíunda ára­tug­inn voru Íslend­ing­ar síð­an með­al leið­andi þjóða í þró­un lang­tíma afla­reglna í fisk­veið­um. Afla­regl­um er ætl­að að tryggja að veiði­álag sé hóf­legt og nýt­ing­in sjálf­bær. Mik­il­vægt markmið með minnk­un veiði­álags á þorskinn var að gera stofn­in­um mögu­legt að vaxa og ná fyrri stærð. Stór veiði­stofn ger­ir veið­ar hag­kvæm­ari og stór og fjöl­breytt­ur hrygn­ing­ar­stofn er tal­inn hafa meiri mögu­leika á að geta af sér stærri nýliðunarárganga.

Árið 2007 var veiði­hlut­fall þorsks sam­kvæmt afla­reglu lækk­að úr 25% í 20% af við­mið­un­ar­stofni fiska fjög­urra ára og eldri. Eft­ir stutt aðlög­un­ar­skeið var þessi stefna fest í sessi um mitt árið 2009 þeg­ar íslensk stjórn­völd stað­festu á ný form­lega afla­reglu um stjórn veið­anna til lengri tíma. Nýt­ing­ar­stefna þessi mið­ar að vernd og sjálf­bærri nýt­ingu þorsk­stofns­ins, byggt á bestu fáan­legri vís­inda­ráð­gjöf, í sam­ræmi við alþjóða­samn­inga og alþjóð­leg við­mið. Það er afar sann­fær­andi að nýt­ing­ar­stefn­an skuli hafa hald­ið í kjöl­far­ið í gegn­um fjár­málakrepp­una og þannig lagt sitt af mörk­um til efnahagsbatans.

Með hóf­legu veiði­álagi und­an­far­in ár hafa þor­skár­gang­ar hver af öðr­um lif­að leng­ur og tek­ið út meiri vöxt og þannig gef­ið meiri afla og lagt meira til hrygn­ing­ar­stofns­ins en ella. Úr því tak­mark­aða efni sem felst í til­tölu­lega litl­um árgöng­um hef­ur hrygn­ing­ar­stofn­inn, sem eðli máls­ins sam­kvæmt er sam­sett­ur af eldri fiski, tvö­fald­ast að stærð á und­an­förn­um ára­tug. Stærri stofni fylg­ir auk­inn afli á sókn­arein­ingu (t.d. fleiri tonn á hvern tog­tíma), sem skil­ar sér í auk­inni hag­kvæmni veið­anna. Jafn­framt leið­ir stærri stofn til minni áhættu af veið­um, sem aft­ur stuðl­ar að sjálf­bærri nýtingu.

Á nýliðn­um árum hafa stjórn­völd sett afla­regl­ur um veið­ar þriggja teg­unda botnfiska—ýsu, ufsa og gullkarfa—til við­bót­ar við þorskinn. Þess­ar veið­ar hafa síð­an feng­ið vott­un eft­ir alþjóð­leg­um sjálf­bærni­kröf­um sam­kvæmt fisk­veið­i­stjórn­un­ar­staðli Ábyrgra fisk­veiða, sem ger­ir kröfu um form­lega nýt­ing­ar­stefnu (afla­reglu) stjórn­valda byggt á svo­kall­aðri var­úð­ar­leið. Sömu veið­ar, auk annarra, hafa einnig hlot­ið vott­un sam­kvæmt MSC-staðli.

Ábyrg, sjálf­bær og hag­kvæm nýt­ing fiski­stofna er nauð­syn­leg und­ir­staða öfl­ugs sjáv­ar­út­vegs. Mik­il­vægt er að nýt­ing fiski­stofna á Íslands­mið­um bygg­ist ávallt á þess­um grunni.

Dr. Kristján Þór­ar­ins­son, stofn­vist­fræð­ing­ur Sam­taka fyr­ir­tækja í sjávarútvegi.

Endurvigtun er lykilþáttur í fiskveiðistjórnun

Nú árið er liðið í sjávarútvegi

Sjá fleiri greinar Greinar 3px